is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41535

Titill: 
  • Áhrif ósérhæfðrar meðferðar á sjálfsmynd ungmenna með geðvanda
Útdráttur: 
  • Sjálfsmynd segir til um hvernig viðkomandi einstaklingur upplifir færni sína á ýmsum sviðum. Þróun hennar verður meðal annars fyrir áhrifum félagslegs samanburðar, samþykkis frá öðrum og hversu mikilvægur viðkomandi finnst hver þáttur sjálfsmyndar. Léleg sjálfsmynd er álitin áhættuþáttur í þróun geðvanda. Tvö ríkjandi kenningarfræðileg módel eru um samband sjálfsmyndar og geðvanda. Hið fyrra segir lélega sjálfsmynd vera áhættuþátt fyrir þunglyndi og seinna segir lélega sjálfsmynd vera afleiðingu geðvandans. Nýleg rannsókn hefur gefið til kynna að bætt sjálfsmynd í kjölfar ósérhæfðrar meðferðar tengist færri kvíða- og þunglyndiseinkennum hjá börnum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna árangur ósérhæfðrar meðferðar á sjálfsmynd ungmenna í íslensku klínísku úrtaki. Rannsóknin var slembiröðuð samanburðarrannsókn. Þátttakendur voru 53 ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem tóku þátt í ósérhæfðri hópmeðferð (HAM). Rannsóknarspurningarnar sem voru skoðaðar voru hvort marktækur munur væri á sjálfsmynd meðferðarhóps samanborið við biðlistahóp. Hvort munur væri á sjálfsmynd eftir því hvort ungmennið væri með kvíða- eða þunglyndisröskun. Einnig hvort sjálfsmynd væri lélegri þar sem samsláttur væri og hvort munur væri á kynjum þegar kæmi að sjálfsmynd. Það reyndist vera munur í öllum tilfellum nema þegar kom að kynjamun. Þessar niðurstöður styðja við fyrri rannsóknir þar sem léleg sjálfsmynd virðist fylgja þróun kvíða- og þunglyndiseinkenna. Það að bæta sjálfsmynd ungmenna með tilfinningavanda gæti minnkað einkenni geðvanda og minnkað líkurnar á tilfinningavanda síðar meir. Einnig gæti það aukið færni og trú þeirra á því að þau geti tekist á við þær áskoranir sem fylgja erfiðum tilfinningum.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Emilía Giess_OS.pdf760.83 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf130.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF