Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41538
Inngangur: Skerðing á jafnvægi og almennri hreyfifærni eru algengir fylgikvillar í parkinsonsveiki og orsakast að miklu leyti af hæghreyfingum. Þótt fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt sé að hafa áhrif á hraða og útslag hreyfinga þá dregur sinnuleysi, sem einnig er algengt meðal þeirra, úr horfum á árangri þjálfunar. Þjálfun með ljósakerfi var upprunalega þróuð fyrir íþróttafólk til að þjálfa upp snerpu á hvetjandi hátt. Þó gæti þjálfun með slíkum búnaði verið tilvalin fyrir einstaklinga með parkinsonsveiki og mögulega dregið úr hæghreyfingum og áhrifum þeirra.
Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif fjögurra vikna snerpuþjálfunar með ljósakerfi á jafnvægi og almenna hreyfifærni einstaklinga með parkinsonsveiki ásamt mat á hvetjandi eiginleikum hennar.
Aðferðir: Rannsóknin er langsniðsíhlutunarrannsókn án samanburðarhóps. Sjö einstaklingar með parkinsonsveiki af undirtegundinni „akinetic-rigid” tóku þátt í rannsókninni og hlutu allir þjálfun þrisvar sinnum í viku í fjórar vikur. Þjálfunin samanstóð af fimm lotum, þar sem þátttakendur þurftu að slökkva á 20 ljósum í hverri lotu. Mælingar voru framkvæmdar einni og hálfri viku fyrir, við upphaf og við lok þjálfunar. Jafnvægi var mælt með Mini-BESTest, almenn færni með Tímamælt Upp og Gakk (TUG) , flutningsgeta með 5x Sit to Stand, gönguhraði með 10 metra gönguprófi og getan til að snúa á punktinum með 360° Turn Test. Hvetjandi eiginleikar þjálfunar voru metnir með stigagjöf á kvarðanum 0 – 10 eftir hvern tíma.
Niðurstöður: Heildarstigafjöldi á Mini-BESTest jókst marktækt yfir þjálfunartímabilið (p<.001). Þjálfunin hafði áhrif á alla undirþætti þess nema hluta I sem metur undirbúið jafnvægi. Hvorki mældist marktækur munur á TUG, 5x Sit to Stand né 10 m gönguprófi, en marktækur munur var á 360° Turn Test (p=0.013). Fjórir af sjö einstaklingum mátu þjálfunina 10 af 10 hvetjandi allt þjálfunartímabilið, hjá tveim jókst hvatningin yfir þjálfunartímabilið og hjá einum minnkaði hún.
Ályktun: Fjögurra vikna snerpuþjálfun með ljósakerfi getur bætt jafnvægi og getuna til að snúa á punktinum hjá einstaklingum með parkinsonsveiki. Þó er ekki hægt að álykta að þjálfunin hafi áhrif á almenna færni skv. TUG, flutningsgetu skv. 5x Sit to stand né gönguhraða skv. 10 m gönguprófi.
Þetta þjálfunarform virðist vera mjög hvetjandi og mögulega ýtt undir þjálfunarheldni.
Introduction: Impaired balance and general mobility are common complications of Parkinson‘s Disease (PD) and are largely caused due to bradykinesia. Although previous studies have shown that patients can increase the speed and amplitude of movement with training, apathy, which is also common among people with PD, reduces this prospect. Training with light pods was originally developed for athletes to enhance agility in way that was motivating. However, this type of training could be ideal for individuals with PD and possibly reduce bradykinesia and its effects.
Aims: The purpose of this study was to examine the effects of a four-week agility training with light equipment on balance and general mobility for patients with PD, as well to assess motivational properties.
Methods: This study is a longitudinal interventional study without a control group. Seven individuals with PD of the motor subtype “akinetic-rigid” participated in the study. Every participant received training three times per week for four weeks. Training session consisted of five rounds, in each round participants had to turn off 20 lights. Measurements were performed one and half weeks before training, at the beginning and the end of the training program. Balance was assessed with Mini-BESTest, general mobility with the Timed Up and Go (TUG), transfer skills with 5x Sit to Stand, walking speed with
10-meter walking test, and the ability to turn on a spot with the 360° Turn Test. Motivational aspects of training were assessed after each training session with scoring on a scale of 0 – 10.
Results: Mini-BESTest total score increased significantly over the training (p<.001). The training affected all aspects of Mini-BESTest except part I which assesses anticipatory balance. There were no significant differences in TUG, 5x Sit to Stand or 10-meter walking test, but there was a significant difference in the 360° Turn Test (p=0.013). Four out of seven participants rated the motivational aspects of training 10 out of 10 throughout the training period. The motivational ratings increased over the training period for two participants and decreased for one.
Conclusion: Four weeks of agility training with light equipment can improve balance and turning ability in people with PD. However, it is not possible to conclude that this training affects general mobility (according to TUG), transfer skills (according to 5x Sit to Stand) or walking speed (according to 10 meter walking test). This form of training seems to be motivating and could promote exercise adherence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS verkefni Thelma skemmuskil.pdf | 1,35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20220602152128.pdf | 312,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |