is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41550

Titill: 
 • Mælaborð fyrir sveitarfélög: Tölfræði og vefmælaborð til greiningar á ávinningi af heilsueflingu eldri borgara
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Janus Heilsuefling er fyrirtæki sem annast ráðgjöf og þjálfun eldri borgara. Janus hefur þjálfað með æfingum byggðum á doktorsritgerð sinni þar sem árangur er mælanlegur. Nú er til umtalsvert magn mælinga á mörg hundruð skjólstæðingum sem margir hafa æft í 2 ár eða lengur. Mælingar á ýmsum þáttum líkamslegs atgervis og lífsgæða voru endurteknar allt að 5 sinnum á 6 mánaða fresti á nokkrum æfingahópum. Rannsóknarspurningin snérist um það hvernig hægt er að kortleggja ávinning af heilsueflingu eldri borgara út frá upphafsstöðu, aldri og kyni. Til skoðunar voru mælingar á 1173 einstaklingum 65 ára og eldri (körlum og konum) sem áttu mælingar í allt að 5 æfingalotum. Þeir urðu að eiga upphafsmælingu og svo a.m.k. 2 mælingar í viðbót og eina í seinni hluta æfingatímabils þ.e. í lotu 4 eða 5. Útkomur til skoðunar voru: a) Vöðvamassi í kg, b) meðaltal daglegrar hreyfingar í mínútum, c) huglægt mat viðkomandi á eigin heilsu og lífsgæðum á skalanum 0 til 100, d) samanlagður gripstyrkur beggja handa í kg, e) upplýsingar um það hve oft viðkomandi getur staðið upp af stól á 30 sek og f) BMI stuðull sem er hlutfallið á milli massa og hæðar í öðru veldi. Slembiþáttalíkön voru notuð til að greina gögnin og meta þróun á mælingum einstaklinga yfir tíma. Skoðun sýndi fram á mikilvægi þess að nota slembiþáttalíkön frekar en hefðbundin línuleg líkön án slembiþátta. Niðurstöður voru settar fram á vefmælaborði til þess að lýsa upphafsstöðu og þróun mælinga yfir tíma bæði tölulega og myndrænt. Úrvinnsla var gerð í R og RStudio.
  Talsverð bæting varð hjá flestum, sérstaklega yfir fyrstu sex mánuðina. Fólkið mat heilsu sína og lífsgæði huglægt með tölu frá 0 til 100, en almennt hækkaði sú tala marktækt. Í ljósi þess hve mikið talan fyrir huglæga matið hækkaði, má álykta sem svo að allir hafi haft ávinning af þátttöku sinni í heilsueflingunni.

 • Útdráttur er á ensku

  Janus Heilsuefling is a company that specializes in consultion and exercise for senior citizens. Janus has trained with exercises relied upon his doctoral thesis where result is measureable. After this there is a considerable amount of data and measurements of hundreds of participants who have trained with these exercises and many of whom have trained for 2 years or longer. Measurements of various factors of constitution and life quality were repeated as much as 5 times every 6 months in some of the groups. The question I wanted to have answers to is how we can map the advantage of health promotion senior citizens from the initial position of each participant and their age and gender.
  Measurements of 1173 participants 65 years and older (men and women) were examined and each had up to 5 training sessions. They had to have the first measurement and at least two measurements more and one in the second part of the training session, i.e. session 4 or 5. The results that were examined were: a) muscle mass in kg, b) the average of daily exercise in minutes, c) subjective evaluation of each participant on his or her own health and lifequality on the scale of 1 to 100, d) combined grip strenght of both hands in kg, e) information on how often a participant can stand up from a chair in 30 sec and f) BMI (Body Mass index) which is a measurement of someone‘s proportion between weight (in kg)and height (in meters) squared. Mixed models were used to analyze the data and evaluate the progress and measurements of the participants over time. The result of the analyzis showed the imortance of using mixed models rather that using traditional linear models without random factor. The findings were presented as a web dashboard to describe the initial measurement and the progress of measuremnts over time both numerically and graphically . The processing was made in R and RStudio.
  The participants showed considerable improvement, especially the first six months. They evaluated their health and life quality subjectively with a number ranging from 0 to 100, but overall that number increased significally. In light of how much the number for the subjective evaluation increased, one can determine that every participant had some kind of advantage of its participation in the health promotion.

Samþykkt: 
 • 3.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð GBB, lokaútgáfa-til Skemmu.pdf5.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing - GBB.pdf275.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF