is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41559

Titill: 
  • Skimunarhæfni fjölþáttakvíðakvarða fyrir börn (Multidimensional Anxiety Scale for Children) í klínísku úrtaki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölþáttakvíðakvarðinn (Multidimensional Anxiety Scale for Children, MASC) er sjálfsmatslisti sem skimar fyrir kvíðaeinkennum meðal barna og unglinga á aldrinum 9 til 18 ára. Markmið rannsóknarinnar var að meta skimunarhæfni MASC í blönduðu úrtaki barna og unglinga sem sóttu þjónustu barna- og unglingageðdeildar Landspítala og Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar (n = 123). Skimunarhæfni var metin með aðgreinaferli (e. receiver operating characteristic curve, ROC-curve) sem leiddi í ljós að skimunarhæfni kvarðans í heild gagnvart kvíðaröskun af einhverju tagi var góð (AUC = 0,75) og í öllum tilfellum var miðlungs samræmi milli bestu viðmiðunargilda og greiningarviðtals (κ = 0,42-0,45). Undirkvarðinn félagskvíði skimar fyrir félagskvíðaröskun með nákvæmum hætti (AUC = 0,82) og viðunandi til miðlungs samræmi er milli bestu viðmiðunargilda og greiningarviðtals (κ = 0,34-0,53). Undirkvarðinn forðun/flótti skimar marktækt fyrir almennri kvíðaröskun en með lítilli nákvæmni (AUC = 0,64). Lagt var mat á skimunarhæfni undirkvarðans aðskilnaðarkvíði gagnvart aðskilnaðarkvíðaröskun annars vegar og undirkvarðans líkamleg einkenni gagnvart felmtursröskun hins vegar en ekki var hægt að álykta um skimunarhæfni undirkvarðanna þar sem fáir í úrtakinu greindust með aðskilnaðarkvíðaröskun eða felmtursröskun. Heildartala greinir á milli barna og unglinga með og án kvíðaröskunar af einhverju tagi auk þess sem undirkvarðinn félagskvíði greinir á milli barna og unglinga með og án félagskvíðaröskunar. Niðurstöður bentu til þess að MASC sé gagnlegur skimunarlisti fyrir börn og unglinga sem sækja annars- og þriðjastigs geðheilbrigðisþjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    The Multidimensional Anxiety Scale for Children (MASC) is a frequently used self-report questionnaire that measures anxiety symptoms in children and adolescents. The aim of this study was to examine the screening efficiency of MASC in a clinical outpatient sample. Participants were 123 children and adolescents aged 9-18 years that sought treatment in two outpatient units. Receiver operating characteristic (ROC) analyses were conducted to examine how efficiently MASC predicted the presence of any anxiety disorders as well as how efficiently each subscale predicted a specific anxiety disorder. Findings showed that the total score predicted the presence of any anxiety disorder with moderate accuracy (AUC = 0,75) and that agreement between K-SADS-PL diagnoses and cut off for the total score was moderate (κ = 0,42-0,45). The social anxiety subscale predicted social anxiety disorder moderately well (AUC = 0,82) and agreement between best cut off and the diagnostic interview ranged from fair to moderate (κ = 0,34-0,53). The avoidance subscale significantly predicted generalized anxiety disorder but with poor accuracy (AUC = 0,64). The separation and physical symptoms subscales predicted separation anxiety disorder (SeP) and panic disorder (PD) respectively. However, few participants were diagnosed with SeP and PD and those results should be interpreted accordingly. This study supports the utility of the MASC total score to predict the presence of any anxiety disorder as well as the social anxiety subscale to predict social anxiety disorder. MASC is a useful screening instrument to identify anxiety symptoms among youth in outpatient clinics that need further assessment.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skimunarhæfni fjölþáttakvíðakvarða fyrir börn (Multidimensional Anxiety Scale for Children) í klínísku úrtaki.pdf786,26 kBLokaður til...03.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Bergþóra Þórsóttir.pdf1,19 MBLokaðurYfirlýsingPDF