is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41568

Titill: 
  • Einmanaleiki og félagsleg einangrun meðal aldraðra: Tengsl við lífsálfélagslegar breytur, þörf á þjónustu og viðhorf
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Einmanaleiki og félagsleg einangrun er ört vaxandi vandamál meðal eldra fólks í heiminum samhliða fjölgun í aldurshópnum. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar fyrir heilsu fólks eru vel þekktar en minna er vitað um áhættuþætti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl einmanaleika og einangrunar við heilsu, líkamlega og stafræna virkni, þörf á þjónustu og viðhorf til heilbrigðisþjónustu og samfélagslegs viðhorfs til eldri borgara. Búist var við að einmanaleiki og einangrun tengdust verri heilsu, minni virkni, meiri þörf á þjónustu og neikvæðari viðhorfa. Notast var við þversniðsgögn úr rannsókninni Hagir og líðan aldraðra sem var framkvæmd árið 2016. Þátttakendur voru 67 ára og eldri (n=1028) valdir tilviljunarkennt úr Þjóðskrá. Þáttakendur tilgreindu bakgrunnsupplýsingar, sjálfsmat á heilsufari, tíðni hreyfingar, notkun tölvu, Internets og samfélagsmiðla, viðhorf til aðgengis að heilbrigðisþjónustu, viðhorf til viðhorfs samfélagsins um eldri borgara og þörf á aðstoð í daglegu lífi. Útkoman einmanaleiki var mæld með með einni spurningu um tíðni einmanaleika en einangrun samanstóð af fimm breytum um félagsleg samskipti. Einnig voru notaðar tvíkosta útkomubreytur þar sem einmanaleika og einangrun var skipt eftir alvarleika. Gerð var línuleg aðfallsgreining til að skoða tengsl áhættuþátta við samfelldar útkomubreytur en aðfallsgreining hlutfalla til að prófa tilgátur um tengsl áhættuþátta við tvíkosta útkomubreytur. Niðurstöður sýndu að 35% fólks var félagslega einangrað en 17% einmana. Verri heilsa og þörf á þjónustu í daglegu lífi tengdust meiri hættu á bæði einmanaleika og einangrun. Lítil hreyfing tengdist meiri hættu á einangrun en stafræn virkni tengdist hvorki einangrun né einmanaleika. Einnig sýndu niðurstöður að fólk sem taldi sig hafa slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu eða taldi að samfélagið hefði neikvætt viðhorf til eldri borgara var í meiri hættu á einmanaleika, en ekki félagslegri einangrun. Niðurstöður auka vísindalega þekkingu á einmanaleika og einangrun og geta nýst við hönnun inngripa til að bæta félagslega heilsu eldra fólks.

Samþykkt: 
  • 3.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_verkefni_Heidrun_Una.pdf557.17 kBLokaður til...03.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing_HUU.pdf135.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF