Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41575
Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag Íslands og það nyrsta á norðanverðum Vestfjörðum. Landsvæðið er bæði víðfeðmt og afskekkt. Í sveitarfélaginu er tilkomumikið landslag með hafið á aðra hönd og fjalllendi og heiðar á hina. Þar býr fólk einangrað því langt er á milli bæja, aðeins ein verslun er í sveitarfélaginu en aðra þjónustu þarf að sækja til Hólmavíkur. Skólahald hefur verið aflagt í hreppnum.
Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að varpa ljósi á með hvaða hætti sálfélagslegir þættir á borð við staðarvensl og sálfræðilega endurheimt fléttast inn í ákvörðun fólks um að búa í Árneshreppi. Mikilvægur liður í verkefninu er að sýna fram á hvernig megi brúa bilið milli sálfélagslegra þátta og skipulagsgerðar í þeirri viðleitni að styrkja áframhaldandi búskap í sveitarfélaginu. Ákveðið var að beita blandaðri rannsóknaraðferð (e. mixed methods) við framkvæmd rannsóknarinnar til að öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu. Í þeim tilgangi að fá sem breiðasta sýn á staðarhætti, skipulagsgerð og sálfélagsleg áhrif. Margvíslegum gögnum var safnað, s.s. gögnum varðandi stefnumótun á svæðinu, tölfræðilegum upplýsingum, loftmyndum og ljósmyndum. Útbúin var rafræn spurningakönnun sem send var á alla íbúa hreppsins sem þar hafa lögheimili ásamt SVÓT-greiningu sem fangar styrkleika og veikleika svæðisins, mögulegar ógnanir og tækifæri. Auk þessa fór rannsakandi á vettvang þar sem aðstæður voru skoðaðar og gögnum aflað með óformlegum viðtölum við heimafólk. Með þessi rannsóknargögn í farteskinu er vonast til að fá bæði mikilvæga sýn inn í reynsluheim og hugsunarhátt þeirra sem í Árneshreppi búa, bæta skilning á núverandi búsetuskilyrðum íbúa og auka líkurnar á að til verði skipulag sem íbúar sveitarfélagsins geta orðið á eitt sáttir um til framtíðar.
Þar sem vægi sálfélagsfræðilegra þátta er takmarkað í skipulagsgerð á Íslandi er von rannsakanda að með aukinni þekkingu og sífellt fjölbreyttari aðferðum við að meta skipulagsgerð þar sem aðstæður eru skoðaðar heildrænt, svo sem á sviði umhverfissálfræði, skapist aukin tækifæri til að vega þessa þætti inn með kerfisbundnum og markvissum hætti. Með slíkar upplýsingar í handraðanum má gera ráð fyrir að gæði skipulagsgerðar og framtíðarstefnumótunar batni frá því sem nú er.
Forsendur fyrir vali á viðfangsefni fyrir þetta verkefni voru ákveðnar spurningar sem vöknuðu hjá rannsakanda þegar hún var á ferðalagi um Árneshrepp sumarið 2020. Um leið og hún hreifst af stórfenglegu landslagi, víðáttu og friðsæld sveitarfélagsins og gestrisni íbúa, gat hún ekki staðist þá hugsun að þrátt fyrir alla þessa kosti hlyti að verða erfitt stöku sinnum að búa í hreppnum, þá sérstaklega að vetrarlagi. Í ljósi þessa fann rannsakandi hjá sér þörf til að leita svara við því hvað það væri sem fengi fólk til að vilja búa í Árneshreppi allt árið um kring.
Árneshreppur is the municipality with the fewest inhabitants in Iceland and the northmost in the northern Westfjords with both extensive and remote terrain. The municipality has an impressive landscape with the ocean on one side and the mountains and moors on the other. People live in isolation because there is a long distance between their homes, there is only one store in the municipality other services is provided in Hólmavík. Schooling has been abolished in the province.
The aim of this research project is to shed a light on which way psychosocial factors such as place attachment and psychological restoration are integrated into people's decision to live in Árneshreppur. An important part of the research is to show how the gap between psychosocial factors and municipal planning can be bridged to strengthen continued residence in the municipality. Mixed research method is used in conducting the research to gain a deeper understanding of the subject. To get the widest possible view of local customs, municipal structure, and psychosocial impact various data were collected. Data such as on regional policy, statistics, aerial photographs, and photographs. Electronic questionnaire was prepared and sent to all residents of the municipality, as well as a SWOT analysis that captures the strengths and weaknesses of the area, possible threats, and opportunities. In addition, the researcher visited the area and examined the conditions, and data obtained through informal interviews with local people. With this research data in the bag, it is hoped to gain both an important insight into the experience and way of thinking of those who live in Árneshreppur, add to the understanding of the living conditions of current residents and increase the chances of a planning structure that the municipality can agree on in the future.
As the importance of psychosocial factors is limited in planning structure in Iceland, the researcher hopes that with increased knowledge and increasingly diverse methods of assessing planning where conditions are examined holistically, such as in the field of environmental psychology, there is an increased opportunity to weigh these factors systematically and purposefully. With such information in hand, it can be assumed that the quality of planning and future policymaking will improve from what it is now.
The reason for choosing this subject for this project were that certain questions arose when the researcher was traveling in Árneshreppur the summer of 2020. Despite of all the beautiful landscape, openness and peacefulness the though passes one’s mind that it must sometimes be difficult to live in the province, especially in winter. Considering this, the researcher felt the need to seek answers to what it is that make people want to live in Árneshreppur all year round.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ms verkefni Skipulagsfræði Strandir eyðistrandir Esther T .pdf | 2.94 MB | Open | Complete Text | View/Open |