Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41578
Vanræksla er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi. Hún hefur gríðarleg áhrif á þolendur þess og jafnvel afkomendur þeirra ef ekki er unnið að úrbótum. Þetta er þjóðfélagslegt vandamál þar sem þolendur vanrækslu geta þróað með sér hvimleið vandamál sem hafa áhrif á líf þeirra og samfélagið í heild þegar til lengri tíma er litið (National Scientific Council on the Developing Child, 2012; Wang og Holton, 2007). Það er því mikilvægt að samfélagið grípi fljótt inn í ef vanræksla á sér stað. Það hefur reynst vel að beita markvissri þjálfun og fræðslu til að draga úr og að lokum útrýma vanrækslu á heimilum (Lutzker o.fl., 1998).
Markmið þessarar rannsóknar var að nota atferlisíhlutun og matslistann Gátlisti fyrir heimilisaðstæður til að meta vanrækslu (CLEAN). CLEAN matslistinn var hannaður hjá Project 12-Ways í þeim tilgangi að meta umfang vanda á heimilum, setja markmið og skilgreina markhegðun með hlutlægum hætti (Greene, 2017). CLEAN matslistinn nýtist einnig til að meta árangur á hlutlægan hátt eftir innleiðingu íhlutunar. Atferlisíhlutun byggð á aðferðum innan hagnýtrar atferlisgreiningar var notuð samhliða matslistanum með það markmið að draga úr vanda heimilis og bæta aðbúnað barna.
Atferlisíhlutun ásamt CLEAN matslistanum hefur ekki oft verið prófaður til að minnka eða stöðva söfnunaráráttu þannig rannsóknarspurningin var hvort hægt yrði að skila árangri með notkun atferlisíhlutunar og CLEAN matslistans.
Atferlisíhlutunin byggðist á því að brjóta verkefni niður í smáar og viðráðanlegar einingar og þegar árangur náðist með eina einingu var unnið að þeirri næstu. Þátttakendur fengu lista með verkefnum sem unnið var eftir fyrir næstu heimsókn rannsakanda ásamt skýrum og einföldum fyrirmælum og leiðbeiningum. Þátttakendur fengu sýnikennslu, endurgjöf á frammistöðu, hvatningu og jákvæða styrkja fyrir framfarir og þegar settum markmiðum var náð.
Notað var margfalt grunnskeiðssnið milli herbergja til að meta árangur íhlutunar. Íhlutun var innleidd í fimm herbergjum íbúðar og samanstóð af tveimur til fjórum skeiðum eða grunnskeiði, íhlutunarskeiði og viðhaldsskeiði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að atferlisíhlutun skilaði árangri samhliða notkun CLEAN matslistans. Hreinlæti jókst hjá þátttakendum og árangurinn var mælanlegur með hlutlægum hætti með CLEAN matslistanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Atferlisíhlutun í umhverfisvanrækslu. Matslistinn CLEAN og söfnunarárátta.pdf | 1,03 MB | Lokaður til...02.06.2100 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_AllaMaría_.pdf | 1,58 MB | Lokaður | Yfirlýsing |