is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41584

Titill: 
  • Áhrif endurgjafar kennara á námsástundun. Athugun í öðrum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að með aukinni jákvæðri endurgjöf er hægt að auka námsástundun og draga úr hegðunarvanda nemenda. Mikilvægt er að vita hver staðan er hér á landi og hvort tækifæri sé til að auka fræðslu og þjálfun kennara í notkun á jákvæðri endurgjöf. Ein slík rannsókn hefur verið gerð hér á landi í öðrum skóla og sýndu niðurstöður hennar hærra hlutfall neikvæðrar endurgjafar en jákvæðrar endurgjafar. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvert hlutfall jákvæðrar og neikvæðrar endurgjafar var í öðrum skóla hér á landi og hver áhrif hennar væru á námsástundun nemenda. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 31 umsjónarkennari og um 650 nemendur þeirra á aldrinum fimm til 16 ára. Athuganir fóru fram þrisvar sinnum yfir skólaárið og voru gerðar í öllum umsjónarbekkjum skólans. Alls fóru fram 92 mælingar í fyrsta til tíunda bekk. Helstu niðurstöður voru þær að hlutfall neikvæðrar endurgjafar var hærra en hlutfall jákvæðrar endurgjafar en neikvæð endurgjöf kom þó sjaldnar fyrir en í fyrri rannsókn hér á landi. Þá beindist neikvæð endurgjöf fyrst og fremst að félagslegri hegðun nemenda en jákvæð endurgjöf á nám þeirra. Hlutfall námsástundunar var 83% sem er hærra hlutfall en fyrri rannsókn hér á landi sýndi. Algengast var að nemendur væru að tala við samnemenda væru þeir ekki virkir við nám sitt. Marktækt samband var á milli aukinnar jákvæðrar endurgjafar sem og hlutlausra fyrirmæla og útskýringa við aukna námsástundun. Þá sýndu niðurstöður marktækt samband milli neikvæðrar endurgjafar og minni námsástundunar. Þessar niðurstöður er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna bæði hérlendis og erlendis.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf274,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ErlaSif_MSritgerð_skemman.pdf1,46 MBLokaður til...03.06.2050HeildartextiPDF