en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4159

Title: 
  • is Stig af stigi. Áhrif á félagshæfni og vanda barna
Abstract: 
  • is

    Í kjölfar samfélagsbreytinga hafa skólar í auknum mæli tekið þátt í uppeldi og félagsmótun barna og unglinga. Til að takast á við ýmiskonar vanda og efla félagshæfni hafa verið þróuð margskonar úrræði. Eitt þeirra er Stig af stigi (Second Step), sem hefur það að markmiði að efla félags- og tilfinningaþroska og stuðla að alhliða félagslegri færni. Stig af stigi var innleitt í fyrsta sinn í skóla hér á landi 2002. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort og hvaða áhrif Stig af stigi hafði á þá nemendur sem tóku þátt í tilraunakennslunni og kanna viðhorf kennara til efnisins.
    Rannsóknin var megindleg, byggði á árangursmati og lýsandi rannsóknarsniði. Hluti gagnaöflunar byggði á einhliðasniði, það er fyrirliggjandi gögnum sem safnað var með SDQ matslistum (The Strengths and Difficulties Questionnaire) í tengslum við tilraunakennslu námsefnisins Stig af stigi. Kennarar og foreldrar barna úr fjórum skólum tóku þátt í matinu. Brottfall var nokkuð milli mælinga og því byggði mat kennara aðeins á mati frá þremur skólum. Fjórtán kennarar svöruðu viðhorfskönnun sem fjallaði um notagildi og áhrif Stig af stigi.
    Helstu niðurstöður voru að marktæk breyting varð á heildarvanda auk hegðunar- og tilfinningavanda í kjölfar íhlutunar að mati foreldra og kennara. Auk þess urðu marktækar breytingar á félagshæfni barnanna að mati kennara. Mat foreldra og kennara benti til að börnum sem féllu utan eðlilegra viðmiða SDQ varðandi heildarvanda fækkaði hlutfallslega í kjölfar tilraunakennslunnar. Börnum utan eðlilegra viðmiða félagshæfni fjölgaði í kjölfar íhlutunar að mati foreldra en fækkaði að mati kennara. Niðurstöðurnar falla að ýmsu leiti í sömu átt og erlendar rannsóknir á árangri af notkun efnisins Stig af stigi.

Accepted: 
  • Dec 16, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4159


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stig af stigi_fixed.pdf1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open