is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41590

Titill: 
 • Áhrif blóðtöku hryssna á mjólkurgildi kaplamjólkur og vöxt folalda
 • Titill er á ensku The Effects of Blood Collection on the Content of Mare’s Milk and the Foal’s Growth
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Maðurinn hefur nýtt hross til matar frá tíma frummannsins og tamið hross frá því um 4000 fyrir Krist. Fram til 1930 voru hestar eina landsamgöngutækið á Íslandi. Í dag er helsta hlutverk hestsins að vera reiðhestur og gleðigjafi. Á undanförnum áratugum hefur það færst í aukana að halda hryssum í þeim tilgangi að safna hormóni úr blóði þeirra sem svo er nýtt í frjósemislyf fyrir annað búfé.
  Hryssur hafa verið haldnar á Íslandi í þeim tilgangi að taka úr þeim blóð frá árinu 1979. Hingað til hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvaða áhrif blóðtaka hryssna hefur á folöld þeirra. Í þessari rannsókn var markmiðið að komast að því hvort blótaka hryssna hafi áhrif á efnainnihald kaplamjólkur og vaxtargetu folalda.
  Gögnum var aflað sumarið 2021 á einu búi. Úrtakið var 14 hryssur í blóðtöku og 4 hryssur í viðmiðunarhóp sem ekki voru í blóðtöku. Öll folöldin voru vigtuð hálfs mánaðarlega, frá byrjun júní og út september. Mjólkursýnum var safnað úr sex hryssum sem tekið var blóð úr fyrir þeirra fyrstu blóðtöku og aftur 16 tímum síðar. Á sama tíma voru viðmiðunarhryssurnar fjórar mjólkaðar. Þetta var endurtekið við þriðju og sjöundu blóðtöku.
  Lítill munur reyndist á niðurstöðum hópana bæði á þyngd folaldanna og efnainnihaldi kaplamjólkur. Ekki reyndist marktækur munur á efnainnihaldi kaplamjólkur úr hryssum í blóðtöku og viðmiðunarhryssur. Folöld undan hryssum í viðmiðunarhóp reyndust örlítið léttari en folöld undan hryssum sem tekið var blóð úr en munurinn var ekki marktækur

Samþykkt: 
 • 7.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁgústaRut.Bs.Lokaskil.pdf831.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna