Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41592
Náttúrumiðaðar lausnir í þéttbýli geta skipt sköpum fyrir þær samfélagslegu áskoranir sem maðurinn stendur fyrir í dag. Áskoranir eins og loftlagsbreytingar vegna hlýnunar jarðar og náttúruhamfarir eru eitthvað kemur til með að aukast á komandi árum.
Hugtakið náttúrumiðaðar lausnir (e. nature based solutions) er tiltölulega nýtt hugtak en slíkar lausnir eru þó ekki nýjar af nálinni (IUCN, 2022). Þörfin til þess að dýpta skilning okkar á náttúrumiðuðum lausnum hefur aldrei verið meiri.
Með verkefninu er varpað ljósi á þátt hönnunar og náttúrulegra ferla til að styrkja flóðavarnir innan þéttbýlis. Ávinningur hönnunar verður margskonar, eins og meira fæðu og vatnsöryggi, aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki, ný bússvæði fyrir plöntur og dýr, fallegra umhverfi til að njóta ásamt því að hafa vellíðan mannsins að leiðarljósi. Reykjahverfi í Mosfellsbæ verður tekið fyrir í þessu verkefni og verður unnið að hönnunartillögu sem getur styrkt flóðavarnir hverfisins ásamt því að hreinsa grunnvatn sem rennur til Varmár.
Verkefnið er byggt upp eftir eftirfarandi markmiðum:
• Hvernig náttúrumiðaðar lausnir henta í þéttbýli til að koma í veg fyrir flóðahættu/vandamál?
• Greining á Reykjahverfi í Mosfellsbæ?
• Hönnunartillaga að náttúrumiðuðum lausnum sem styrkja flóðavarnir Reykjahverfis og gerir hverfið fallegar og lífvænlegra.
Fjallað verður um náttúrumiðaðar lausnir og hverskonar lausnir er hægt að nota innan þéttbýlis til þess að styrkja flóðavarnir í hverfisrými. Litið er til Varmár og þeirrar mengunar sem hefur verið viðvarandi í ánni síðan 2017 og vatnavexti hennar sem verður í mikilli úrkomu og gönguleiða innan og utan hverfisins.
Verkefnið tekur Reykjahverfi fyrir sem tilvik um hvernig er hægt að virkja náttúrulega ferla í hönnun og styrkja þannig flóðavarnir svæðisins. Tekin verða fyrir þrjú megin vandamál svæðisins sem er flóðahætta, mengun og raskaðir göngustígar.
Niðurstöður verkefnisins eru sýndar með tillögu um hvar sé hægt að setja upp náttúrumiðaðar lausnir til að koma í veg fyrir flóðahættu wog gerðar verða sviðsmyndir til að sýna hvernig breyting gæti litið út eftir innleiðingu náttúrumiðaðra lausna á ákveðnum svæðum.
Varpað verður ljósi á hvernig hægt er að virkja náttúrlega ferla til að styrkja núverandi gráa innviði og þannig ná hámarks árangri í að minnka vatnavexti í Varmá og sporna við flóðahættu og skapa í leiðinni vistvænna umhverfi fyrir menn, plöntur og dýr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Asrun-Oskarsdottir-BS-ritgerd.pdf | 2.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |