is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41594

Titill: 
  • Erfðafjölbreytileiki íslenska hrossastofnsins
  • Titill er á ensku Genetic diversity of the Icelandic horse population
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenski hrossastofninn er lokaður erfðahópur og mikilvægt er að varðveita erfðafjölbreytileika hans. Skyldleikarækt hefur verið að aukast í stofninum síðustu áratugi og erfðagrunnur stofnsins er að þrengjast. Í þessu verkefni var markmiðið að skoða þróun í skyldleikarækt í íslenska hrossastofninum yfir ættliðabilið 2011-2020 og að meta virka stofnstærð. Gæði ætternisgagna voru einnig skoðuð ásamt því að skoðað var hvaða forfeður og –mæður áttu mestu erfðahlutdeild í íslenska hrossastofninum í árgöngunum 2010, 2015 og 2020. Þetta var skoðað aðskilið fyrir íslensk hross á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Til að framkvæma þetta voru fengin ætternisgögn úr WorldFeng. Forritið EVA_inbred var notað til að reikna skyldleikaræktarstuðla og PEC5-stuðla allra hrossa í gagnasafninu. EVA reiknar einnig erfðaframlag helstu forfeðra og –mæðra stofnsins fyrir árgangana 2010, 2015 og 2020. Virk stofnstærð var síðan metin út frá aukningu í skyldleikarækt yfir síðastliðið ættliðabil. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að meðal skyldleikaræktarstuðull stofnsins hefur hækkað í öllum fimm löndunum sem hér voru skoðuð yfir ættliðabilið 2011-2020 en hann var á bilinu 2,60-3,06% í þessum löndum árið 2020. Virka stofnstærðin hefur minnkað samanborið við fyrri rannsóknir en yfir þetta ættliðabil var hún á bilinu 95-103 einstaklingar á Íslandi, 116-122 í Þýskalandi, 60-62 í Danmörku, 68-69 í Svíþjóð og 84-89 í Noregi. Erfðahlutdeild helstu forfeðra og –mæðra er að hækka sem orsakar ójafnvægi í erfðaframlagi og leiðir til meiri skyldleikaræktunar. Þróun á gæðum ætternisgagna er mjög góð, ætternisskráningar halda áfram að aukast og eru nú lang flestir ættfeður og –mæður íslenskra hrossa þekktir fimm kynslóðir aftur. Stofninn er enn vel yfir viðmiðum um lágmarks virka stofnstærð en æskilegt er engu að síður að ræktendur að taki sig á í því að forðast skyldleikarækt á markvissan hátt og viðhalda þannig þeim erfðafjölbreytileika sem er í íslenska hrossastofninum í dag. Mikilvægt er að auka fræðslu og upplýsingastreymi um þau áhrif sem aukin skyldleikarækt getur haft á íslenska hrossastofninn. Ef þróunin heldur áfram, eins og hún hefur verið að gera síðustu ár, þá verður að grípa til harðari aðgerða.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erfðafjölbreytileiki_íslenska_hrossastofnsins_ElínborgÁrnadóttir.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna