is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41596

Titill: 
  • Áhrif hita- og sýrustigs mjólkur á vöxt og þroska smákálfa
  • Titill er á ensku The effect of milk temperature and pH on growth and developement of calves
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif þess að gefa smákálfum kalda mjólk, þ.e mjólk sem stjórnast af umhverfishita, og bera vaxtarhraðann saman við kálfa sem voru fóðraðir á volgri ferskri mjólk. Í heildina voru 28 kálfar sem kláruðu þessa tilraun en eftir skoðun á gögnunum þá voru nýttar niðurstöður frá 27 kálfum. Alls voru fjórir meðferðarhópar sem skiptust niður í tvær lotur þar sem einungis var hægt að hafa tvo meðferðarhópa samtímis. Í lotu 1 fékk annar hópurinn kalda sýrða mjólk (9 kálfar) og hinn kalda ferska mjólk (7 kálfar). Í seinni lotunni var annars vegar hópur fóðraður á volgri ferskri mjólk (6 kálfar) og hins vegar á kaldri ferskri mjólk (6 kálfar). Kálfarnir sem fengu kalda ferska mjólk voru viðmiðunarhópar og því var hægt að bera hinar verkunaraðferðirnar saman við þá hópa. Allir kálfarnir höfðu frjálsan aðgang að mjólk (sem var verkuð á viðeigandi hátt), kjarnfóðri, heyi og vatni allan tilraunatímann (70 dagar).
    Niðurstöður þessa verkefnis sýndu að kálfar sem voru fóðraðir á kaldri ferskri mjólk yfir sumartímann og fram á haust (lota 2) þyngdust að meðaltali hraðast (862 g/dag að meðaltali). Vaxtarhraði kálfanna sem fengu volga ferska mjólk var næst mestur (782 g á dag). Kálfarnir sem voru fóðraðir á kaldri ferskri mjólk í lotu 1 þyngdust aðeins hægar en þeir sem fengu volga ferska mjólk (779 g á dag að meðaltali). Það var ekki marktækur munur eftir því hvort ferskmjólkurkálfarnir fengu kalda eða volga mjólk. Aftur á móti þá þyngdust kálfarnir sem fengu kalda sýrða mjólk hægast (654 g á dag að meðaltali), það mældist þó aðeins marktækur munur á þeirri meðferð og að fóðra kálfana á kaldri ferskri mjólk í lotu 2.
    Draga má þá ályktun að það sé vel hægt að ná góðum vaxtarhraða smákálfa með því að fóðra þá á kaldri ferskri mjólk, þá sérstaklega yfir sumartímann þegar umhverfishitinn er hærri. Þessar niðurstöður byggjast á því að kálfamjólkin sé ávallt í góðum gæðum og frjáls aðgangur að henni, kjarnfóðri, heyi og vatni.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif_hita-_og_sýrustigs_mjólkur_á_vöxt_og_þroska_smákálfa_GuðfinnaEirÞorleifsdóttir.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna