is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41597

Titill: 
 • Aðferðir bænda við uppeldi bónuslamba
 • Titill er á ensku Practices farmers use when rearing lambs artificially
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilurð verkefnisins varð í samstarfi við Sigríði Bjarnadóttur þar sem okkur fannst þetta áhugavert efni til þess að kanna. Mismunandi aðferðir eru við uppeldi bónuslamba og ekki hefur mikið verið fjallað um þetta efni á Íslandi. Verkefnið getur verið gott fyrir bændur og aðra sem umgangast sauðfé og vilja fræðast um viðfangsefnið. Í verkefninu er sagt frá mismunandi aðferðum við val á bónuslömbum sem og aðferðir við fóðrun. Margir bændur enda með bónuslömb eftir sauðburð, hvort sem það er markvisst gert eða ekki og misvel gengur að ala þessi lömb upp.
  Verkefnið var framkvæmt með því að tala við átta bændur, ýmist með því að fara í heimsókn til þeirra eða í gegnum fjarskiptaforriti. Í viðtölunum voru lagðar fram spurningar fyrir bændurna sem þeir svöruðu eftir bestu getu. Bændurnir lýstu aðferðum við val á bónuslömbum, aðferðum við mjólkurfóðrun, sumarbeit, haustbeit og fleira. Einnig voru fengnar sláturupplýsingar bónuslambanna sem og sláturupplýsingar annarra lamba á búunum.
  Árið 2017 var gefin út BS.c ritgerð þar sem framkvæmd var rannsókn þar sem annað lambið undan tvílembdum veturgömlum ám var tekið undan og fóðrað á gervimjólk á meðan hitt gekk undir móður sinni. Lömbunum sem voru tekin undan var skipt í tvo hópa, annar var fóðraður með gervimjólk í fimm vikur og hinn í sjö vikur. Niðurstöður þeirrar rannsóknar var að ekki var marktækur munur í fallþunga á milli lambahópanna.
  Markmið verkefnisins var að fræðast um mismunandi aðferðir við uppeldi bónuslamba, meta hugsanlega hvaða aðferðir henta betur en aðrar. Eins getur verið að það sem hentar vel eða tekst vel hjá einum, hentar ekki öðrum. Samanburður var gerður á fallþunga bónuslambanna á búinu og fallþunga annarra lamba búsins.
  Niðurstöður verkefnisins lýsa sér þannig að mismunandi aðferðir eru notaðar við uppeldi bónuslamba. Af þeim átta bændum sem tóku þátt í verkefninu þá voru fjórir bæir með fóðurkál fyrir bónuslömbin og voru þau lömb þyngri en lömbin sem ekki fengu fóðurkál. Þrjár mismunandi týpur af mjólkurfóðrunartækjum voru á notaðar á bæunum í verkefninu, þá aðallega fötufóstrur og Heatwave fóstrur en einn bær notaði alfarið túttufötur.

Samþykkt: 
 • 7.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Hrafnhildur Kristín.pdf519.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna