is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41599

Titill: 
 • Heimsóknafjöldi hjarðar í mjaltaþjón í tengslum við nyt og frumutölu
 • Titill er á ensku Association of AMS herd visits, yield and somatic cell count in Icelandic cows
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Notkun mjaltaþjóna hefur aukist töluvert hérlendis undanfarin ár og hefur þar af leiðandi aukist eftirspurn eftir meiri rannsóknum í tengslum við þá. Hvaða áhrif þeir hafa á ýmsa þætti eins og til dæmis nyt og frumutölu.
  Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvaða áhrif heimsóknafjöldi í mjaltaþjón hefði á nyt og frumutölu ásamt því að skoða fylgni á milli leiðni og frumutölu.
  Þær fjórar tegundir af mjaltaþjónum sem finnast hérlendis voru teknar fyrir sem eru DeLaval, Lely, GEA og M2erlin Fullwood. Bú voru valin til að heimsækja og fengust þá upplýsingar úr tölvukerfum mjaltaþjónanna um stöðu á mjaltaskeiði, nyt, fjölda heimsókna og leiðni yfir ákveðið tímabil ásamt upplýsingum frá bændunum sjálfum. Einnig fengust mælingar á
  frumutölu úr kýrsýnum sem voru tekin samhliða heimsókninni.
  Aukinn heimsóknafjöldi hefur þau áhrif að nyt eykst. Þar spilar líka staða á mjaltaskeiði inn í en eftir því sem kýr fer lengra frá burði má sjá lítillega lækkun í nyt. Heimsóknafjöldi hefur hins vegar lítil sem engin áhrif á frumutölu. Ekki er hægt að sjá neina breytingu á frumutölu þegar að fjöldi heimsókna eykst. Einnig hefur staða á mjaltaskeiði lítil
  áhrif á frumutölu en þó má sjá örlítil áhrif í GEA þar sem frumutala eykst aðeins eftir því sem líður á mjaltaskeiðið.
  Fylgni milli leiðni og frumutölu er veik og meðalveik. Leiðni hefur oft verið notuð til þess að greina júgurbólgu áður en sjáanleg einkenni koma fram. Þau viðmið sem bændur setja fyrir leiðni eru mjög misjöfn á milli búa og eru þá bændur einnig að horfa til annarra þátta við greiningu á júgurbólgu.

Samþykkt: 
 • 7.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.ritgerð_KatrínPétursdóttir.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna