is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4160

Titill: 
  • Beiting meðalhófsreglu við töku ákvarðana um forsjársviptingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hófsemi hefur lengi verið talin ein af helstu dygðum mannsins. Hér á landi tileinkuðu menn sér snemma þessa dygð. Gaukur Jörundsson benti, í grein sinni „Meðalhófsreglan í stjórnskipunarrétti og stjórnsýslurétti“ á að í Hávamálum segir: „Ríki sitt / skyli ráðsnotra hverr / í hófi hafa.“ Með setningu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var lögfest svokölluð meðalhófsregla í 12. gr. er kveður á um hóf við beitingu valds.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á beitingu meðalhófsreglunnar þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um forsjársviptingu. Slíkt er augljóslega mjög íþyngjandi úrræði fyrir forsjáraðila barna og þótti löggjafanum því mikilvægt að setja sérstaka meðalhófsreglu í ákvæði 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er varðar forsjársviptingu, til þess að undirstrika mikilvægi þess að stjórnvöld misbeiti ekki valdi sínu á þessu sviði. Mun umfjöllun ritgerðar þessarar verða byggð þannig upp að fyrst verður fjallað almennt um meðalhófsregluna. Þá mun verða leitast við að skýra við hvað sé átt með forsjársviptingu og hvaða lagaheimildir það séu sem stjórnvöld byggja á við slíkar ákvarðanir. Einnig verður farið yfir breytingu á framkvæmd forsjársviptingar sem gerð var með barnaverndarlögum nr. 80/2002 og fjallað verður um meginregluna um að hagir barna vegi þyngra en hagir foreldra. Mun svo framkvæmd dómstóla við úrlausn forsjársviptingarmála verða til umfjöllunar og þá með hliðsjón af meðalhófsreglunni og að lokum mun verða farið yfir afleiðingar þess að stjórnvöld brjóti regluna við ákvarðanatöku um forsjársviptingu.

Samþykkt: 
  • 16.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rsviptingu_fixed.pdf288.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna