Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41603
Á Íslandi hefur sauðfjárrækt lengi verið einn af mikilvægustu þáttum landbúnaðarins. Nú til dags er dilkakjöts framleiðsla aðalstarfsemi sauðfjárbúskaps hér á landi, og síðustu áratugi hefur ræktunin miðað að því að minnka hlutfall fitu og auka vöðvahlutfall í lambaskrokkum. Fallprósenta íslenskra lamba var skoðuð yfir sjö ára tímabil. Gögnin sem notuð voru eru fengin úr skýrsluhaldi tilraunabúsins á Hesti, og innihalda upplýsingar um 2914 lömb frá árunum 2007 – 2013. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvaða þættir hefðu mest áhrif á fallprósentu lamba við íslenskar aðstæður.
Meðal fallprósenta lambanna í gagnasafninu var 40,5% með staðalfrávik upp á 2,2%. Skoðuð voru áhrif kyns, vaxtarhraða lamba, fjölda lamba sem gengu undir og fituflokks á fallprósentu. Allir þessir þættir höfðu marktæk áhrif á fallprósentuna og var R2 fyrir líkan með öllum þessum þáttum 0,24. Marktækur munur var á fallprósentu lamba eftir kyni. Meðalfallprósenta gimbra var 41,3% og staðalfrávik var 2,3% , meðalfallprósenta hrúta var 40,3% með staðalfrávik upp á 2,2%. Gimbrar voru því að meðaltali með 1% hærri fallprósentu saman borið við hrúta. Einnig var marktækur munur á fallprósentu lamba eftir því hversu mörg lömb gengu undir ánni. Hjá lömbum sem gegnu ein undir var meðalfallprósentan 41,3%, meðalfallprósenta lamba sem gengu tvö undir var 40,4% og hjá þeim lömbum sem gengu þrjú undir var meðalfallprósentan 40,6%.
Vaxtarhraðai hafði áhrif á fallprósentu lambana, vaxtarhraði frá fæðingu og til sumarvigtunar hafði meiri áhrif á fallprósentuna (R2 = 0,26) miðað við vöxtinn frá sumarvigtun fram að haustvigtun (R2 = 0,25). Hraðari vöxtur á fyrri hluta vaxtarskeiðsins hafði í för með sér hærri fallprósentu á meðan hraðari vöxtur seinni hluta vaxtarskeiðsins dró úr fallprósentu. Heildarvaxtarhraði lambanna hafði ekki marktæk áhrif á fallprósentu ( p = 0,27).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrifaþættir_á_fallprósentu_íslenskra_lamba_-_Linda_Rún.pdf | 938.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |