Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41606
Margt spilar inn í hversu væn og góð lömb koma af fjalli á haustin og er talið að fæðingarþungi sé einn af þeim þáttum. Þá að lömb sem fæðast þyngri séu að koma þyngri af fjalli að hausti. Hversu þung lömbin séu síðan við fæðingu fari einnig eftir ýmsu þá hvort lambið séu hrútur eða gimbur, einlembingur, tvílembingur eða þrílembingur. Gömul regla um lömb er að það sé gott að þau hafi náð að tífalda fæðingarþyngd sína að hausti. Áhugavert er að athuga hvort þetta sé raunin enn í dag eða hvort þau séu að þyngjast meira.
Á bænum Skerðingsstöðum í Dalasýslu var fæðingarþungi lamba vigtaður að vori til árin 2011, 2015, 2019 og 2021. Lömbin voru síðan vigtuð aftur að hausti til þessi ár. Upplýsingar úr þessum mælingum voru síðan notaðar til að kanna tengsl milli fæðingarþunga lamba eftir kyni, burði, lífþunga að hausti og fallþunga, vöðva- og fituflokka eftir slátrun. Einnig var skoðaður mismunur á fæðingarþunganum milli áranna.
Í niðurstöðunum kom í ljós að fæðingarþungi lambanna hafði áhrif á líf- og fallþunga þeirra að hausti. Tengsl voru einnig á milli fæðingarþunga eftir því hvers kyns lömbin voru og hversu mörg lömb voru í burði. Hrútar voru í flestum tilfellum þyngri en gimbrarnar og einlembingar voru yfirleitt þyngri heldur en þau lömb sem fæddust sem tví- eða þrílembingar. Ekki var marktæk fylgni milli fæðingarþunga og vöðva- og/eða fituflokkunar við slátrun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs-lokaverkefni_Ragnheiður_Hulda-búvísindum.pdf | 427.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |