Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4161
Ritgerð þessi fjallar um beitingu meðalhófsreglu við uppsögn ríkisstarfsmanna. Fjallað er um meðalhófsreglu stjórnsýslulaga ásamt 44. gr. og 4. mgr. 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Vikið er að hættunni á því að stjórnvöld misbeiti valdi sínu við val á leiðunm til úrlausnar máls þegar segja á ríkisstarfsmönnum upp. Segja má starfsmönnum ríkisins upp með mismunandi hætti og því er farið yfir meðalhófsregluna þegar starfsmönnum ríkisins er sagt upp vegna brota á starfsskyldum, þegar staða er lögð niður og loks þegar lagt er að starfsmanni að hann segi sjálfur starfi sínu lausu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SIG_BApd_fixed.pdf | 407,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |