is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41610

Titill: 
  • Sæðisgæði sæðingahrúta
  • Titill er á ensku Semen quality of AI rams
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sauðfjársæðingar spila lykilhlutverk í kynbótum íslenska fjárstofnsins. Þar sem notkun á sauðfjársæðingum er ein leið til þess að sækja m.a. nýtt erfðaefni. Árangur sæðinga frá sauðfjár-sæðingastöðinni á Suðurlandi hefur verið 67-68% síðustu þrjú árin, 2019, 2020 og 2021.
    Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort hægt væri að skilgreina hvað einkennir gott sæði og hvað einkennir lélegt sæði í tengslum við fanghlutfall sæddra áa. Ekki hafa verið gerðar sambærilegar rannsóknir hérlendis svo vitað sé til og því er þessi rannsókn fyrsta sinnar tegundar. Notast var við gögn frá sauðfjársæðingastöðinni á Suðurlandi, þau gögn innihalda m.a. upplýsingar um magn, þéttni, hreyfanleika og lífhlutfall sæðis úr hverri sæðistöku hjá hverjum sæðingahrút. Gögnin frá sæðingastöðinni voru síðan borin saman við frjósemisgögn sem fengust úr gagnagrunninum Fjárvís. Gögnin voru borin saman til þess að athuga hvort fyndist ákveðið gildi á magni, þéttni, hreyfanleika eða lífhlutfalli sem hefði áhrif á hvort ærin héldi eða héldi ekki. Fyrst og fremst var unnið með ferskt sæði og ósamstilltar ær til þess að fá loka niðurstöður.
    Í byrjun voru samstilltar og ósamstilltar ær bornar saman, þar sem gögn voru til staðar, til að sýna fram á hvort munurinn á fanghlutfalli sæddra áa væri marktækur. Áður hefur komið fram að samstilltar ær hafa lægra fanghlutfall. Reyndist það vera rétt þar sem munur á fanghlutfalli var marktækur á milli samstilltra og ósamstilltra áa (p<0,0001). Notast var við ósamstilltar ær svo áhrifin af samstillingu áa hefði ekki áhrif á niðurstöðurnar. Sæðingahrútar, árin þrjú og sæðisgæðin voru síðan borin saman við fanghlutfall ánna. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að tveir hrútar voru marktækt frábrugðnir samanborið við aðra hrúta sama ár. Árið 2012 var Stakkur 10-883 marktækt frábrugðinn þegar hann var borinn saman við aðra hrúta sama ár. Þar sem árangur var lakastur hjá Stakk 10-883 það ár. Árangur Kölska 10-920 var marktækt lélegri samanborið við Klett 13-962, Berg 13-961 og Börk 13-952 árið 2016. Þar sem árangur Kölska 10-920 var lakastur en árangur Kletts 13-962 var bestur og Bergs 13-961 næst bestur. Aftur á móti var Börkur 13-952 með flestar ær sæddar. Hins vegar árið 2020 var enginn hrútur marktækt frábrugðinn þegar hrútarnir voru allir bornir saman. Ekki reyndust vera marktækt áhrif milli þessara þriggja ára sem tekin voru fyrir (p>0,05). Magn sæðis hafði ekki marktæk áhrif (p>0,05) á hvort ærin héldi eða héldi ekki. Einnig hafði þéttni, lífhlutfall og hreyfanleiki ekki marktæk áhrif (p>0,05).

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sæðisgæði_sæðingahrúta_Tinna_Kristjánsdóttir_BS.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna