is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41611

Titill: 
  • Áhrif endurgjafar á námsástundun. Endurtekning í grunnskóla, fjórum árum síðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til þess að ákveðnar gerðir yrtrar endurgjafar kennara tengist aukinni námsástundun. Þá þekkingu má hagnýta í skólastofum og stuðla þannig að betri námsárangri nemenda og bættri hegðun. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga mismunandi endurgjöf kennara í einum skóla og hvort samband væri milli hennar og námsástundunar. Markmið rannsóknarinnar var einnig að bera saman hlutfall námsástundunar og mismunandi endurgjafar kennara við niðurstöður fyrri rannsóknar sem gerð var í sama skóla fjórum árum áður, og við rannsókn sem gerð var í bresku og ítölsku skólaumhverfi. Í ljós kom að námsástundun í skólanum hafði aukist um 8%, úr 79% í 87% frá fyrri rannsókn. Hlutfall jákvæðrar endurgjafar kennara til nemenda var í fyrri rannsókn 31% en hafði aukist og var orðið 43%. Í ljós kom að tíðni jákvæðrar og neikværar endurgjafar var þó töluvert lægri en í fyrri rannsókn og hugsanlegt að tiltölulega fámennar kennslustofur vegna heimsfaraldurs covid-19 gætu spilað þar inní. Það var martæk miðlungssterk fylgni milli hlutlausra fyrirmæla/útskýringa við námsástundun á yngsta skólastigi. Það var miðlungssterk marktæk neikvæð fylgni milli neikvæðrar endurgjafar fyrir hegðun og námsástundunar á miðstigi. Niðurstöður bentu ekki til fylgni milli jákvæðrar endurgjafar og námsástundunar.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_skil.pdf1,13 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
yfirlýsing.jpeg235,14 kBLokaðurYfirlýsingJPG