Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41618
Swimming pools environment – Opportunities for increased quality
Markmið þessa verkefnis er að vekja athygli á mikilvægi gæða við sundlaugar og umhverfi þeirra. Fjórar sundlaugar á Suðurlandi eru skoðaðar sem tilviksrannsókn og þær metnar út frá þáttum sem snúa að aðgengi, gróðri og útsýni.
Eftirfarandi sundlaugar voru skoðaðar: Skeiðalaug í Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Reykholtslaug í Bláskógabyggð, sundlaugin Borg Í Grímsnesi og Laugaskarð í Hveragerði.
Farið er yfir niðurstöður rannsókna um mikilvægi gróðurs, til andlegrar endurheimtar, þróun lauga, potta og tengingu við heita vatnið og hverasvæðin og rætt um sérstöðu sundmenningar Íslendinga og mikilvægi sundlaugarinnar í félagslegu samhengi til að stunda hreyfingu, slökun og félagsleg tengsl. Sýnd er tenging við fræði Jan Gehl og rýnt í athafnir fólks s.s. nauðsynlegar, valkvæðar og félagslegar. Þær athafnir hafa lykiláhrif á hvernig rými eru notuð. Þá spilar fagurfræði stóran þátt í aðdráttaraflinu.
Að hafa upphitaðar laugar í öllum sveitum er í raun mjög sérstakt og sér íslenskt. Íslendingar alast upp í sundlaugum frá blautu barnsbeini og talað er um að sundlaugarnar hér á Íslandi gegni sama hlutverki og torg erlendis, svæðin þar sem fólk hittist. En umhverfi lauganna er eins misjafnt eins og þær eru margar. Ólík leiktæki eru í boði, en flestar hafa þær hinn vinsæla heita pott sem er eitt aðal aðdráttaraflið. Einnig er farið yfir grænu svæðin sem eru okkur svo mikilvæg og margar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli þeirra og geðheilbrigðis og vellíðunnar. Kannað verður hvernig staða þeirra er á völdum laugum.
Athuganir sýndu (sbr. gátlistar) að aldur skipti ekki máli í mati þeirra þátta sem metnir voru. Elsta sundlaugin, Laugaskarð í Hveragerði var afgerandi best (varðandi þá þætti sem athugaðir voru), en Skeiðalaug kom síst út. Í gátlista má greina hverju var ábótavant. Í kjölfarið kemur höfundur með tillögur að viðbótum sem tengjast inn á fjölbreyttari upplifun, þægindi og bætt er inn lífrænum efnivið til að auka líkur á endurheimt, aukinni slökun og næringu sálarinnar.
Athyglisvert er að enginn landslagsarkitekt kom að hönnun útisvæða við þessar sundlaugar og einnig má velta fyrir sér hvort mikill gróður í og við Laugaskarð, tengist langri garðyrkjumenningu á svæðinu.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BS ritgerð_Ellisif Malmo Bjarnadóttir.pdf | 4,8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |