Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41621
Ecological landscape design in Borgarbyggð recreational area
Það er draumur margra að eiga frístundahús í fallegu og rólegu umhverfi, geta notið náttúrunnar og gleymt daglegu amstri. Náttúra Íslands er einstök, hún einkennist af víðerni og ósnortinni náttúru. Í sífellt hraðara samfélagi borgarlífsins er enn mikilvægara að komast í rólegt umhverfi, njóta náttúrunnar og slaka á. Frístundahús eru ákjósanlegir staðir til þess. Uppbygging frístundahúsa á Íslandi síðustu ár er mikil og hefur þeim fjölgað um 50% síðustu 15 ár, með tilheyrandi raski á náttúru. Í þessu verkefni mun höfundur skoða hvað þurfi að hafa í huga til að frístundahús falli sem best að náttúrunni og takmarki áhrif á náttúrulegt umhverfi. Litið verður til Noregs til að veita samanburð á þróun frístundabyggða og áhrif þeirra á óspillta náttúru. Þar er mikið landsvæði tekið undir frístundabyggðir og lítið eftir af ósnortinni náttúru. Norðmenn vilja breyta um stefnu í þessum málum þar sem t.d. landnýting, sjálfbærni og þétting frístundahúsa sé mikilvægt að skoða.
Höfundur rannsakaði leiðir til að lágmarka áhrif uppbyggingar frístundalóðar á náttúru og lífríki. Litið verður til sjálfbærni í efnisvali og hvernig auka megi líffræðilegan fjölbreytileika og ná endurheimt landsvæða. Áhrif náttúrunnar á heilsu fólks verða einnig skoðuð og hvaða eiginleikar umhverfis séu best til þess fallnir að stuðla að sálfræðilegri endurheimt. Gerð var staðháttagreining á frístundalóð í Borgarfirði og sett fram hönnunartillaga. Markmið hönnunarinnar er að húsin og mannvirkin í kring falli inn í umhverfið og bæti það en ekki öfugt. Viðfangsefnið og aðferðir við greiningu lóðar og hönnun verður hægt að aðlaga að frístundabyggðum um allt land.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BS_ritgerd_Karen_Lind_SKIL.pdf | 4,85 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |