is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41622

Titill: 
  • Sumarbúðirnar Ölver. Greining og hönnunartillaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í nútíma samfélagi er mikil umræða um áhrif útivistar á manninn. Lögð er áhersla á að útivera og hreyfing sé mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Rannsóknir sýna að börn hafa hag af því að dvelja úti í náttúrunni, þar sem útivera í náttúrulegu umhverfi getur aukið líkamlega heilsu, andlega vellíðan og þroska barna. Náttúrulegt umhverfi hvetur börn til hreyfingar, það eykur einbeitingu og dregur úr streitu sem getur leitt til betri árangurs í fræðilegum verkefnum. Því miður er nútíma lífsstíll barna að mestu leyti í þéttbýli og innandyra, laus við upplifun af náttúrulegu umhverfi. Gróður og náttúruleg útisvæði í borgum og bæjum eru því mikilvægur þáttur þegar kemur að skipulagi svæða til að stuðla að heilbrigðu samfélagi fyrir börn. Þessir þættir þurfa að vera samþættir á mörgum sviðum í umhverfi barna, allt frá náttúrulegu landslagi niður í manngert umhverfi í kringum heimili, skóla og barnaheimili.
    Sumarbúðirnar Ölver eru sjálfseignarstofnun sem starfa í nánum tengslum við KFUM og KFUK. Fjölbreytt framboð flokka er fyrir stúlkur á aldrinum 7-16 ára með mismunandi þarfir og áhugamál. Mikilvægt er að hafa fjölbreytileika barna í huga þegar kemur að hönnun útisvæða fyrir sumarbúðir. Lóð Ölvers hefur mikið upp á að bjóða, hún er kjarri vaxin og er vel staðsett hvað varðar skjól og landslag.
    Í þessu verkefni verður fjallað á afmarkaðan hátt um áhrif náttúrunnar á manninn, áhrif náttúrunnar á börn og um tilviksrannsóknir um sumarbúðir. Gerð verður greining á lóð Ölvers til að koma auga á sérkenni hennar og hönnunarforsendur verða unnar út frá greiningu á svæðinu. Hönnunartillagan verður byggð út frá þeirri hugmynd að stúlkurnar njóti frelsi með útiveru og upplifi tilbreytingu í mismunandi rýmum á svæðinu. Hugað er að náttúrulegu umhverfi sem hvetur stúlkurnar til að vera virkar, forvitnar og skapandi með það að markmiði að auka tengsl þeirra við náttúruna. Leitast verður eftir því að útivera í Ölver verði eftirsóknarverð og veiti gleði og ánægju sem bæti heilsu og vellíðan.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_verkefni_Sumarbúðirnar_Ölver_LuisaHeidur.pdf4.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna