is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41623

Titill: 
  • Vistrækt á dreifbýlislóð
  • Titill er á ensku Permaculture in rural area
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hlýnun jarðar og minnkandi líffræðileg fjölbreytni kallar á bættar aðferðir á öllum sviðum mannlífs. Hönnun og landnotkun á dreifbýlilslóðum er þar engin undantekning. Dreifbýlislóðin sem um ræðir er að mörgu leiti illa farin eftir ofbeit og uppfok fyrri ára og er staðsett á Suðurlandi. Markmiðið hér var að taka mið af þörfum bæði náttúru og eigenda lóðar. Fyrsta skrefið að því var gagnaöflun þar sem upplýsingum var safnað saman m.a. með viðtali við eigendur og skoðun á núverandi deiliskipulagi. Því næst var náttúra svæðisins greind sem og þarfir eigenda.
    Þá var vistræktarhönnun sett fram til þess að koma með tillögu að skipulagi lóðar. Í vistræktarhönnun var lögð áhersla á myndun skjóls með trjám, runnum og hraukabeðum, blandaðri ræktun á melasvæðum sem grædd verða upp og að skapa skjólsælan garð umhverfis kofa á svæðinu. Ein megin uppgræðsluaðferðin sem lögð var fram er að bæta ýmsum tegundum af myldi ofan á jarðveg. Framkvæmdaplan var lagt fram sem er fasaskipt. Það er byrjað er á að græða upp eitt melasvæði með blandaðri ræktun, gnægðarskóg og hraukabeð í kring. Í seinni fösum er gert ráð fyrir að ræktun færist út. Farið var yfir hvernig lóð verður viðhaldið til framtíðar og að hönnunartillagan er engin endastöð heldur upphaf að áframhaldandi hönnun og tilraunum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð kristján_andri_johannsson.pdf3.14 MBLokaður til...07.06.2026HeildartextiPDF