is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41626

Titill: 
  • Innleiðing blágrænna ofanvatnslausna í grónum hverfum
  • Titill er á ensku The implementation of sustainable drainage systems in established neighborhoods
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa æ fleiri borgir víða um heim upplifað flóð af völdum aukinnar úrkomu. Búast má við að úrkoma aukist enn frekar á komandi áratugum í kjölfar loftslagsbreytinga og tíðni flóða mun líklega aukast. Náttúrulegar ofanvatnslausnir geta létt á fráveitukerfum og aukið lífsgæði í borgum með meðhöndlun vatns ofanjarðar. Nú er stefna Reykjavíkurborgar að þétta byggð en jafnframt að auka líffræðilegan fjölbreytileika í borginni. Blágrænum ofanvatnslausnum hefur þess vegna verið komið fyrir í nýjum hverfum, en þörf er á að skoða hvernig hægt sé að auka lífsgæði í grónum hverfum sem voru byggð með bílinn í forgangi á sínum tíma. Verkefni þetta felst í því að skoða erlendar fyrirmyndir og hvernig best sé að koma blágrænum ofanvatnslausnum fyrir í eldri hverfum borgarinnar. Gerðar eru hönnunartillögur á völdu svæði í Seljahverfi, sem sýndar eru myndrænt. Niðurstöður verkefnisins sýna hvernig hægt er að koma náttúrulegum ofanvatnslausnum fyrir í þegar byggðu hverfi á einfaldan máta og að skapa í leiðinni fallegt umhverfi í mannlegum skala.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_ritgerd_SteinunnBaldurs.pdf3.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna