en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41627

Title: 
  • Title is in Icelandic Langtímaáhrif fjártækni á íslenska fjármálamarkaði
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Undanfarin ár hefur fjöldi fjártæknifyrirtækja skotið upp kollinum og vakið talsverða athygli á fjármálamörkuðum. Umhverfið á fjármálamörkuðum hefur breyst mjög mikið á síðustu árum og hafa komið fram margar nýjar lausnir sem notendur og veitendur fjármálaþjónustu hafa nýtt sér.
    Í þessari rannsókn var skoðað hvaða áhrif fjártækni muni koma til með að hafa á fjármálamarkaði til langs tíma og hvort munur væri á framtíðarsýn viðmælenda rannsóknarinnar eftir því hvort viðkomandi starfar hjá banka eða fjártæknifyrirtæki. Auk þess var kannað hvort litið væri á framtíðarþróun sem samkeppni eða samstarf milli banka og fjártæknifyrirtækja.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sundurliðun fjármálaþjónustu muni líklega koma til með að hafa veruleg áhrif á það hvernig fjármálaviðskipti verða stunduð í framtíðinni og á starfsemi bankana sjálfra. Ekki var verulegur munur á framtíðarsýn starfsmanna banka og fjártæknifyrirtækja varðandi þróun fjármálamarkaða og líta allir aðilar á framtíðarþróun sem samstarf fremur en samkeppni.
    Ljóst er að bankar munu halda áfram að þróast og færa þjónustu sína sífellt meira á netið. Ekki liggur fyrir hvar það mun enda, hvort þeir starfi áfram í núverandi mynd eða hvort þeir verði einhvers konar heildsalar og láta minni aðila sjá um smásöluna. Bankar og fjártæknifyrirtæki munu að öllum líkindum vera í einhvers konar samstarfi þar sem fjártæknifyrirtæki munu koma með sértækar lausnir sem bankarnir geta nýtt sér í sinni þjónustu við viðskiptavini.

Accepted: 
  • Jun 7, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41627


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Sc._Loka_.pdf641,81 kBOpenComplete TextPDFView/Open