is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41628

Titill: 
 • Hjólreiðar í ríki Vatnajökuls. Vistvænar samgöngur á Höfn í Hornafirði
 • Titill er á ensku Bicycles and sustainable modes of transport in the town of Höfn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • BS ritgerð þessi fjallar um hjólreiðar á Höfn í Hornafirði, vistvænar samgöngur og götuhönnun. Hornafjörður er í einstakri stöðu til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu hvað varðar hjólreiðar vegna landfræðilegra legu og veðurskilyrða. Innviðir eru sumir til staðar en eru illa nýttir þó þeir hafi góða möguleika til endurbóta.
  Í þessari ritgerð er samgönguskipulag í þéttbýli á Höfn í Hornafirði skoðað út frá samhengi heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna og styðst ég einnig við rannsóknir og kannanir sem hafa verið framkvæmdar við norrænt samstarfsverkefni sem Sveitarfélagið Hornafjörður tók þátt í undir yfirskriftinni Aðlaðandi bæir.
  Ritgerðin rannsakar samgönguvenjur Hornfirðinga og greinir mismunandi þarfir íbúa á Höfn. Í kjölfar af því mun ég útbúa leiðbeinandi áætlun fyrir legu hjólaleiða og útfærslur á hönnun stíga og gatnamóta á Höfn. Þá er einnig rýnt í bílamenningu Íslendinga og samgönguskipulag skoðað í sögulegu samhengi.
  BS ritgerð þessi fjallar um hjólreiðar á Höfn í Hornafirði, vistvænar samgöngur og götuhönnun. Hornafjörður er í einstakri stöðu til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu hvað varðar hjólreiðar vegna landfræðilegra legu og veðurskilyrða. Innviðir eru sumir til staðar en eru illa nýttir þó þeir hafi góða möguleika til endurbóta.
  Í þessari ritgerð er samgönguskipulag í þéttbýli á Höfn í Hornafirði skoðað út frá samhengi heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna og styðst ég einnig við rannsóknir og kannanir sem hafa verið framkvæmdar við norrænt samstarfsverkefni sem Sveitarfélagið Hornafjörður tók þátt í undir yfirskriftinni Aðlaðandi bæir.
  Ritgerðin rannsakar samgönguvenjur Hornfirðinga og greinir mismunandi þarfir íbúa á Höfn. Í kjölfar af því mun ég útbúa leiðbeinandi áætlun fyrir legu hjólaleiða og útfærslur á hönnun stíga og gatnamóta á Höfn. Þá er einnig rýnt í bílamenningu Íslendinga og samgönguskipulag skoðað í sögulegu samhengi.
  Höfn býr í dag yfir þokkalega heildstæðu neti stíga til útivistar og hreyfingar en markmið mitt mun vera að tengja saman það stígakerfi við samgönguása bæjarins og koma upp með hönnun hjólreiðanets sem styður við fjölbreyttari ferðavenjur til og frá vinnu og í daglegum amstri. Ég byggi rannsóknir að hluta til á norrænu samstarfsverkefni um aðlaðandi bæi auk annarra rannsókna sem unnar hafa verið á Íslandi.
  Samanborið við áætlanir og aðgerðir annarra borga og sveitarfélaga, hvaða hugmyndir og áherslur er hægt að innleiða við skipulag á Höfn. Önnur þéttbýli sem ritgerðin horfir til sem samanburðarsvæði eru Reykjavík, Akureyri og Ystad í Svíþjóð.

Samþykkt: 
 • 7.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjólreiðar_í_ríki_Vatnajökuls_Styrmir.pdf5.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna