is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41629

Titill: 
  • Upplifun hagsmunaaðila af samráðsferlinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Þjórsárdals
  • Titill er á ensku Stakeholders experience of the consultation process in the preperation of the management plan for Þjórsárdalur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umhverfisbreytingar valda því að mannkynið þurfi að takast á við auknar áskoranir. Meðal þeirra lausna sem við vinnum að er náttúruvernd. Þegar unnið er að náttúruvernd og friðlýsingu svæða á Íslandi þarf að gera svokallaða stjórnunar- og verndaráætlun sem notuð er til að leiðbeina stjórnendum og hagsmunaaðilum um hvernig skuli haga friðlýsta svæðinu í framtíðinni. Mikil aukning hefur verið í því að notast við samráð við friðlýsingu svæða, sér í lagi þegar kemur að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar svæðis, og með aðkomu fleiri aðila svo sem hagsmunaaðila myndast fjölbreytt og mikilvæg þekking, með samráði komast þessir aðilar að sameiginlegri niðurstöðu. Samráð er hins vegar ekki einfalt í framkvæmd og getur það misheppnast rækilega, því er mikilvægt að rannsaka samráðsferli. Í þessari rannsókn var notast við þátttökuathugun og hálf-opin viðtöl til að meta upplifun hagsmunaaðila af samráðsferli við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Þjórsárdals. Upplifun hagsmunaaðila var heilt yfir góð og þótti viðmælendum rannsóknarinnar samráð afar mikilvægt. Þó var skilningur viðmælenda á því hvað samráð væri mjög víðtækur. Viðmælendur bentu á að samráðið þyrfti að vera yfirgripsmeira til þess að geta haft áhrif og að samráðið væri of stutt miðað við umfang verkefnisins. Fannst þá viðmælendum einn samráðsfundur á hagsmunaaðilahóp ekki nóg sem og að Umhverfisstofnun hefði mátt skipuleggja tímasetningar funda frekar í takt við lífshætti hagsmunaaðilahópa. Heimsfaraldurinn Covid-19 hafði mikil áhrif á fundarhöld og voru allir fundir nema einn haldnir á rafrænan máta. Væntingar til samráðsins fólust í góðum samskiptum sem yrðu til gagns og að gott utanumhald yrði á svæðinu t.d. í formi fræðslu og auknu eftirliti en margir viðmælenda óttuðust boð og bönn. Viðmælendur treystu sérfræðingum Umhverfisstofnunar til þess að takast á við þetta verkefni og fannst viðmælendum þau halda afar vel utan um fundina.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Lokaverkefni_Evlalía_Kolbrún_Ágústsdóttir.pdf659.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna