is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41633

Titill: 
  • Draga mæður styttra stráið? : ólík áhrif barneigna á stöðu foreldra á íslenskum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að barneignir hafa ólík áhrif á starfsframa karla og kvenna, og eru barneignir meðal þeirra þátta sem ýta undir launamun kynjanna og ójafnræði á vinnumarkaði. Erlendar rannsóknir hafa skoðað þessa barnasekt sem fellur á konur við barneignir og er markmið þessarar rannsóknar að komast að því hvort íslenskir atvinnuveitendur mismuni konum fyrir það að eignast börn , eða hvort mæður kjósi sjálfar að klífa ekki hærra upp metorðastiga vinnumarkaðsins. Með eigindlegri rannsóknaraðferð mun rannakandi þessa B.Sc. verkefnis skoða að hvaða leiti barneignir hafa ólík áhrif á mæður og feður á vinnumarkaði. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áherslur kvenna breytast meira en áherslur karla við barneignir auk þess sem ýmsir kerfislægir vankantar sporna gegn fullkomnu jafnrétti á vinnumarkaði. Þá ber helst að nefna skipulag fæðingar- og foreldraorlofs og fyrirkomulag dagvistunarúrræða barna.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif barneigna á stöðu foreldra á vinnumarkaði-1.pdf4.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna