is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41634

Titill: 
  • Framvinda þörunga og blábaktería í Andakílsá eftir aurflóð
  • Titill er á ensku Succession of algae and Cyanobacteria in the River Andakílsá after mudflood
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Framvindu er hægt að lýsa sem breytingu á tegundasamsetningu yfir tíma. Fjarlægðin frá nærliggjandi svæðum getur spilað stórt hlutverk fyrir hvaða tegundir nema land hverju sinni. Sólarljós og næring stuðla að aukningu lífmassa þörunga og blábaktería. Rask eins og flóð sem veldur því að þekja þörunga og blábaktería losnar af undirlaginu og getur haft þau áhrif að skyndilegt tap verður á lífmassa þeirra. Dagana 15.–19. maí 2017 barst mikill aurburður í Andakílsá úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar. Árbotninn var víðsvegar undir 20–60 cm þykku setlagi sem samanstóð af sandi og smágrjóti en búsvæði vatnalífvera raskaðist mikið við þetta. Þörunga- og blábakteríusýni frá árunum 2017–2020, sem Hafrannsóknastofnun tók, voru notuð til þess að meta framvindu þörunga og blábaktería. Þeir voru greindir í hópa, útlitseinkenni og stærðir. Heildarþéttleiki þörunga og blábaktería jókst jafnt og þétt yfir árin. Kísilþörungar voru alltaf ríkjandi í október, annars voru það blábakteríur eða grænþörungar sem voru ríkjandi í júlí. Keðjulaga grænþörungar og blábakteríur voru ríkjandi útlitstegund, hjá kísilþörungum voru staflaga kísilþörungar alltaf ríkjandi. Litlir kísilþörungar og grænþörungar voru ríkjandi í öllum sýnunum. Framvinda þörunga og blábaktería getur verið tilviljunarkennd og flókin, margir þættir spila inn í þetta ferli sem hefur áhrif á hvernig samfélög þróast. Heildarþéttleiki þörunga virtist aukast á milli ára, sem var í nokkuð góðu samræmi við það heildarmagn blaðgrænu sem Hafrannsóknastofnun mældi á sama tíma. Niðurstöður gefa til kynna að framvinda þörunga og blábaktería sé skjót.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framvinda_þörunga_og_blábaktería_í_Andakílsá_eftir_aurflóð_-_Heiðrún_Svala_Aronsdóttir_.pdf593.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna