is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41635

Titill: 
  • Áhrif endurkaupa : hegðun gengis hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum dagana fyrir og eftir endurkaup á eigin hlutabréfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þróun á fjármálamörkuðum hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugi eða allt frá því að hlutafélög fóru að stunda viðskipti með eigin hlutabréf. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að endurkaupatilkynning hafi jákvæð áhrif á hlutabréfaverð þegar til skamms tíma er litið. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif endurkaupatilkynninga á íslenskum hlutabréfamarkaði. Safnað var saman tölulegum gögnum um hlutafélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands og sett var upp atburðarannsókn. Takmarkað aðgengi er að fyrr rannsóknum um áhrif endurkaupatilkynninga á íslenskum fjármálamarkaði og þ.a.l getur reynst erfitt að spá fyrir um áhrifi þess. Valið var úrtak skráðra félaga á Íslandi sem tilheyra OMXI10 vísitölunni frá upphafi árs 2022. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að umframávöxtun dagana í kringum endurkaupatilkynningu sé að meðaltali 1,21% á rannsóknartímabili. Miklar sveiflur hafa orðið á umframávöxtun sem má rekja til ytri þátta í umhverfinu, eins og aðgerða stjórnvalda sökum heimsfaraldusins. Niðurstöður sýna ekki tengsl milli stöðugleika og arðsemi félaga við umframávöxtun sem er þvert á erlendar kenningar. Að öðru leyti eru niðurstöður rannsóknarinnar sambærilegar við erlendar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif endurkaupa.pdf897.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna