is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4164

Titill: 
  • Fjölskyldur ungmenna sem leiðast út í neyslu áfengis og fíkniefna - eru sameiginleg einkenni?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða styrkleika ungmenna sem verið höfðu í neyslu, hvort áhættuþættir tengdir samskiptum, áföllum og stöðu fjölskyldunnar hafi verið til staðar í æsku ásamt því að komast að því hvernig ungmennin hefðu upplifað fjölskylduvirkni sinnar upprunafjölskyldu. Með rannsókninni vonaðist höfundur til að geta varpað ljósi á hvort þessir þættir hefðu eitthvað að segja varðandi líkur þess að ungmenni leiðist út í neyslu áfengis og fíkniefna með það að markmiði að vinna mætti í átt að því að fyrirbyggja neyslu ungmenna. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var spurningalisti lagður fyrir 36 ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Ungmennin voru öll í endurhæfingu eftir vímuefnaneyslu á vegum Reykjavíkurborgar, Götusmiðjunnar, Ekron starfsendurhæfingar og Krýsuvíkur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tengja mátti vímuefnaneyslu við menntun. Mjög stórt hlutfall þátttakenda hafði einnig upplifað skilnað foreldra eða umönnunaraðila og helmingur þeirra hafði aldrei búið hjá báðum foreldrum. Flest ungmennin voru mjög ung farin að neyta áfengis eða flestir 15 ára eða yngri. Hjá yfir 80% þátttakenda var um að ræða kynslóðartilfærslu áfengis og/eða vímuefnavanda, það er, saga var í fjölskyldu þeirra um slíkan vanda. Meirihluti þeirra foreldra sem voru sagðir eiga við vandann að stríða höfðu farið í áfengis- og vímuefnameðferð. Flestir þátttakendur voru með töluvert af styrkleikum en þó voru undantekningar á því. Meðaltal áhættuþátta í fjölskyldum voru um 10 áhættuþættir af 23 mögulegum og meira en helmingur þátttakenda var með áhættuþætti um og yfir meðaltali. Rannsóknin leiddi í ljós að efla þyrfti þætti innan fjölskyldunnar tengda úrlausnum vandamála, samskiptum, tilfinningalegri tjáningu, tilfinningalegum viðbrögðum og
    stjórnun á hegðun.

Samþykkt: 
  • 17.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einkenn_fixed.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna