Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41640
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru óyggjandi staðreynd og hafa þjóðir heims undirritað samningar þess efnis að draga skuli úr hlýnuninni með mótvægisaðgerðum og einnig skuli vinna að aðlögunum. Einn hluti aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Verkefninu er ætlað að veita þátttakendum stuðning og fræðslu um loftslagsmál, auk þess sem þátttakendur skila inn sínum eigin aðgerðaáætlunum og vinna eftir þeim. Í þessari rannsókn var spurningakönnun lögð fyrir valda þátttakendur verkefnisins. Meirihluti svarenda voru í megindráttum ánægðir með verkefnið, bæði upplýsingaflæði og stuðning. Þeir sjá fyrir sér að skera niður í kolefnisspori sinna búa með ýmsum aðgerðum og telja árlegt stöðumat gagnlegt verkfæri í þeirri vinnu. Aðgerðirnar má finna á aðgerðalista verkefnisins hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML.is). Auk þess er möguleiki á ,,út fyrir boxið“ aðgerðum, þar sem þátttakendur móta sínar eigin aðgerðir frá upphafi. Ein aðgerð af aðgerðarlistanum hefur hingað til ekki hlotið sama brautargengi og hinar en það er endurheimt votlendis, þrátt fyrir að gögn um gagnsemi aðgerðarinnar liggi fyrir.
Svarendur lögðu til fáeinar gagnlegar breytingar s.s. að verkefnið væri einstaklingsmiðaðra, betra aðgengi að gögnum, að ferli við gerð aðgerðaáætlana og árangursmats væri fljótvirkara og að kolefnisreiknivél verkefnisins væri skilvirkari og skiljanlegri o.fl. Til þess að verkefni eins og Loftslagsvænn landbúnaður skili árangri þurfa þau að vera einföld og aðgengileg fyrir þátttakendur og sírennsli upplýsingaflæðis er mikilvægt þar sem það getur skilað skilvirkari aðgerðum. Einstaklingsmiðuð nálgun gæti verið heppileg til að tryggja virkni verkefnisins og ýta undir neðan frá nálgun (e. bottom-up) en í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að vinna út frá neðan frá nálgun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð-MaríaRúnars.pdf | 1,16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |