is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41643

Titill: 
  • Hafa skógarjaðrar áhrif á þéttleika vaðfugla?
  • Titill er á ensku Do forest edges affect the density of waders?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru að finna mikilvæg búsvæði vaðfugla og margir þeirra eru algengir um land allt. Þeirra helstu búsvæði er opið land með lágvöxnum gróðri. Vegna aukinnar landnýtingar í heiminum eiga heimsstofnar vaðfugla undir högg að sækja. Þeir eru átthagatryggir og viðkvæmir fyrir breytingum á búsvæðum sínum (Méndez o.fl., 2018). Töluverður fjöldi rannsókna hefur verið gerður, bæði hérlendis og erlendis, um hvernig vaðfuglar bregðast við ákveðnum kringumstæðum, meðal annars um það hvort skógar hafa áhrif á þéttleika þeirra. Í þessari rannsókn sem var framkvæmd sumarið 2021, var notast við punkttalningar og talið var í 100 m radíus í 100 m fjarlægð frá skógarjaðri og 100 m radíus í 400 m fjarlægð. Talið var á eins mörgum svæðum í kringum skóga og hægt var að finna í júní 2021, aðallega á Vesturlandi, en einnig var talið á svæðum á Suðurlandi. Talningar fóru fram á 83 svæðum sumarið 2021 og fundust fleiri vaðfuglar á punktum sem voru í 400 m fjarlægð frá skógarjaðri, samanborið við 100 m fjarlægð frá skógarjaðri. Nokkrar skógarbreytur voru skráðar en þær lýsa gerð skóglendisins og eru eftirfarandi: trjátegundir, þ.e. hvort tré í skógunum væri barrtré, lauftré eða blönduð af báðum, hæð trjáa í skógi, þéttni skóga og aldur trjáa í skógi. Ekki var hægt að segja með vissu hvort skógarbreyturnar hefðu áhrif á þéttleika og búsvæðaval vaðfuglanna. Jarðvegsgerðir voru skráðar á öllum svæðum, þær höfðu einungis áhrif á tegundasamsetningu vaðfuglanna en smávægilegur munur var á vali vaðfuglanna á jarðvegsgerðum en það hafði þó ekki áhrif á það hversu nálægt skógum þeir sjást.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafa skógarjaðrar áhrif á þéttleika SigrunSig.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna