is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41645

Titill: 
  • Meðhöndlun plastúrgangs í átt að hringrásarhagkerfi
  • Titill er á ensku Plastic waste management towards circular economy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Plast er órjúfanlegur hluti af nútímanum vegna nytsemi þess. Plastframleiðsla heldur áfram að aukast, plastúrgangur safnast upp, hann brotnar niður í smáagnir sem kallast örplast, veldur mengun í náttúru og er ógn við lífríki. Meðhöndlun plastúrgangs er áskorun sem þjóðir heimsins standa fyrir. Magn plastúrgangs, margar tegundir plasts sem til eru og gera flokkun þess erfiða, mismunandi hæfni plastefna til endurvinnslu og mismunandi aðstæður í einu landi til annars eru meðal ástæðna sem gera meðhöndlun og endurvinnslu plastúrgangs vandasamt verk. Vandamál sem þessi bjóða upp á ástæður fyrir flutning og förgun plastúrgangs á milli landa. Æskilegt væri að líta á plastúrgang sem auðlind og koma honum í hringrásarhagkerfi sem næst uppruna, sem byggist á því að hann sé meðhöndlaður á réttan hátt þannig að bæði hráefni og orka tapist ekki. Markviss söfnun, flokkun, endurnýting og hágæða endurvinnsla plastúrgangs eru mikilvæg skref til þess að koma plastúrgangi í hringrásarhagkerfi.
    Þessi ritgerð var skrifuð með þeim tilgangi að skoða mismunandi aðferðir á meðhöndlun plastúrgangs. Engin ein niðurstaða fæst úr þessu verkefni, en velt er vöngum yfir þeim viðbrögðum sem við hér heima á Íslandi og lönd í Evrópusambandinu hafa komið með í kjölfar vandamála plastúrgangs og hvernig stefnt er í átt að hringrásarhagkerfi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_Telma.pdf816.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna