Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41646
Fjöldi rannsókna hefur sýnt að trjágróður í og í grennd við þéttbýli hefur í för með sér fjárhagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning. Þau gæði sem hljótast af vistkerfaþjónustu borgarskóga eru hins vegar jafnan veitt án endurgjalds. Slík tilhögun hefur löngum leitt til vanmats á virði þjónustunnar þegar kemur að ákvarðanatöku, með tilheyrandi oft neikvæðum afleiðingum fyrir samfélög manna. Græn svæði sem gjarnan eru vaxin trjágróðri hafa þá í mörgum tilfellum verið látin víkja fyrir mannvirkjum. Þetta á ekki síst við um svæði með lágt útivistargildi. Skilningur á nauðsyn þess að taka tillit til vistkerfa og fjölþættrar þjónustu þeirra við ákvarðanatöku hefur aftur á móti aukist verulega á síðustu árum. Í samræmi við þá þróun hafa ríki, sveitarfélög og borgir, þ.á.m. Reykjavík, sett sér markmið um að verðmeta þjónustu eigin vistkerfa. Slíkt fyrirkomulag gerir samfélögum manna auðveldara að hagnýta vistkerfi jarðar á sem hagkvæmasta vegu. Í Reykjavík þar sem stefnt er að þéttari byggð má þannig meta hvort uppbygging á kostnað grænna svæða, þ.m.t. borgarskóga á borð við Kálfamóa, sé samfélaginu í hag eður ei. Í ritgerð þessari var leitast við að kanna í hverju vistkerfaþjónusta Kálfamóa felst. Niðurstöður sýndu að virði Kálfamóa er einkum fólgið í stuðnings- og búsvæðaþjónustu skógarins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_skemma_borgarskogar_GSJ.pdf | 4.34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |