Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41648
Þetta viðfangsefni varð fyrir valinu, þar sem að höfundur hefur við vinnu sína hjá Skógræktinni síðastliðin tvö ár og nám við skógfræði LBHÍ síðustu þrjú ár, fundið á eigin skinni hversu misjafnar aðstæður eru við skógræktarvinnu á Íslandi. Þar má m.a. nefna erfiðar aðstæður þar sem um langan veg þarf að bera hluti til að vinna þunga vinnu. Vinnu eins og upphreinsun eftir miklu vindbroti þar sem grisjun hefur verið gerð of seint, seinlega girðingavinnu í bröttum hlíðum og útplöntun hundruð hektara á einu sumri við afar misjafnar aðstæður. Þar hafa sjaldnast verið fjármagnaðir vegir og slóðar vegna þess mikla kostnaðar sem því fylgir og sjaldnast næst aftur fyrr en áratugum síðar þegar afurðasala getur farið að standa undir slíkum mannvirkjum við 2. grisjun, 3. grisjun og/eða lokahögg.
Einnig hefur höfundur þessarar ritgerðar orðið þess áskynja að erfiðlega getur gengið að manna störf við skógrækt á Íslandi þar sem oft er um láglauna- og/eða vertíðarvinnu að ræða. Þetta verkefni er því einn liður úr stærra hugarfóstri höfundar. Það lýtur að fjórðu iðnbyltingunni og íslenskri skógrækt m.t.t. hvernig íslensk skógrækt geti hugsanlega orðið samkeppnishæf við erlenda skógrækt á sem skemmstum tíma. Það kemur heim og saman við markmið Landsamtaka skógareigenda (Björgvin Eggertsson, 2013). Þess vegna þarf að gera þarfagreiningu á nauðsynlegum innviðum í íslenskum skógum og þar eru samgöngur um skógræktarsvæði mikilvægur partur af stóra samhenginu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS lokaverkefni Samgöngur í íslenskum skógum -B.Sc. skógfræði Helgi Guðmundsson.pdf | 2,87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |