en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41649

Title: 
  • Title is in Icelandic Útbreiðslusaga birkis við Merkihvol og Stóra-Klofa í Landsveit
  • Distribution history of mountain birch near Merkihvol and Stóri-Klofi in Landsveit, Southern Iceland
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Jarðvegseyðing á Íslandi hefur verið mikil frá landnámi vegna óhóflegrar landnýtingar. Birkiskógar tóku að hörfa verulega vegna mikillar nýtingar af völdum manna og bústofns á öldunum eftir landnám og var útbreiðsla þeirra í lágmarki í byrjun 20. aldar. Endurheimt vistkerfa er nauðsynlegt skref til þess spyrna við gróðureyðingu og er endurheimt birkiskóga mikilvæg í því sambandi. Til þess að endurheimta þó ekki sé nema hluta þess skógar sem hefur tapast hefur verið ráðist í stór endurheimtarverkefni á borð við Hekluskógaverkefnið. Aðferðafræði þess verkefnis byggir mikið á því að græða upp örfoka land með birkieyjum eftir að skapast hafa a.m.k. lágmarks skilyrði fyrir landnám birkis. Í þessu verkefni var fjarkönnun með loftmyndum notuð til þess að skoða sjónrænar breytingar á þekju birkiskóga á tveim rannsóknarsvæðum frá 1960-2019. Rannsóknarsvæðin voru við Stóra-Klofa og Merkihvol í Landsveit. Flatarmál skógarþekjunar var mælt með klasagreiningu á misgömlum loftmyndum og mat lagt á útbreiðsluhraða skógarins yfir mismunandi tímabil. Helstu áhrifaþættir sem voru kannaðir voru veðurfar, Heklugos, búfjárbeit, landgræðsluaðgerðir og breytingar á gróðurfari.
    Rannsóknin sýndi að stærstu breytingar á skógarþekju áttu sér stað á árunum 2011-2019 þegar skógarþekja beggja svæðanna nánast tvöfaldaðist. Niðurstöðurnar benda til að bæði við Merkihvolsskóg og Stóra-Klofa átti áburðadreifing stóran þátt í að mynda heppileg skilyrði fyrir útbreiðslu birkiskóga og seinna meir hafi lúpína mögulega aukið vöxt eldri birkiplantna á svæðinu. Gögn frá nálægum veðurstöðvum sýna að frá 1960-2020 hækkaði meðalhiti frá júní til ágúst um tæpar 2°C að meðaltali, sem væntanlega hefur bætt vaxtarskilyrði birkis.

Accepted: 
  • Jun 7, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41649


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Útbreiðslusaga_birkis_við_Merkihvol_og_Stóra-Klofa_-_Ægir.pdf5.26 MBOpenComplete TextPDFView/Open