Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41653
Sjóvá er eitt af umfangsmestu tryggingafélögum landsins. Samstæðan starfar á sviðum vátrygginga og líftrygginga með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Félagið var stofnað árið 1918 í þeim tilgangi að veita erlendu vátryggingarfélögum samkeppni. Fyrirtækið hefur skilað jákvæðri afkomu öll fjórðungs uppgjör síðastliðin tvö ár sem er einstakt á íslenskum tryggingamarkaði í dag. Sjóvá er skráð í Íslensku kauphöllina og hefur verið það sl. átta ár.
Rannsóknarefni þessarar ritgerðar er að leiða út virði eins hlutar í Sjóvá í lok árs 2021 byggt á algengum verðmatsaðferðum. Þær verðmatsaðferðir eru núvirðing sjóðstreymis, kennitölugreining og næmnigreining. Niðurstaða verðmatsins í heild sinni er að virði eins hlutar í Sjóvá liggi á bilinu 45,91 – 48,93 kr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verðmat á Sjóvá - ASH & HIÞ.pdf | 856,06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |