is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41654

Titill: 
  • Viðhorf stjórnenda til arðgreiðslna : á hvaða forsendum ákveða fyrirtæki að greiða út arð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um núverandi tilhögun og viðhorf íslenskra stjórnenda og stjórnarmanna til arðgreiðslna. Ásamt því að skoða þá þætti sem þeir telja mikilvægasta er kemur að því að greiða út arð. Stefnt er að því að öðlast meiri skilning á fræðunum á bak við arðgreiðslur og hvaða tilgangi greiðslurnar þjóna í íslensku samfélagi. Rannsakað var hvernig fyrirtæki haga arðgreiðslum þ.e. hvort arður sé greiddur eftir hlutfalli hagnaðar, fastri upphæð eða hvort ákveðnar efnahagsaðstæður hafi áhrif á hvernig fyrirtæki greiði út arð. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem rannsakendur töluðu við átta einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði, sem eru reynslumiklir stjórnendur og stjórnarmenn.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á arðgreiðslur en sá þáttur sem hefur mest áhrif er fjárfestingamöguleikar fyrirtækis, sem gefur til kynna hve mikið svigrúm fyrirtæki hefur til að stækka og þroskast. Ákvörðun um arðgreiðslur geta verið teknar út frá miklum útreikningum, en enginn viðmælandi sagði arðgreiðslur fara eftir einhverjum þekktum formúlum heldur skynsamlegum ákvörðunum til að tryggja heilbrigðan rekstur og á sama tíma ávöxtun til hluthafa. Stjórnendurnir töldu arðgreiðslur gefa tækifæri til endurfjárfestingar í nýsköpun en á sama tíma vera ávöxtun á hlutafé.
    Einnig var skoðað hvort Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft varanleg áhrif á arðgreiðslustefnur fyrirtækja og hvort stjórnendur hafi breytt viðhorfi sínu til þeirra eftir að faraldurinn hófst. Niðurstöðurnar voru þær að ef fyrirtæki lækkuðu arðgreiðslur í byrjun heimsfaraldursins, var það ekki varanleg breyting heldur tímabundin, þar sem viðhorf viðmælendanna til arðgreiðslna og langtímamarkmið fyrirtækjanna haldast óbreytt. Stjórnarmenn nefndu einnig hvernig fyrirtæki gætu farið þá leið að kaupa eigin bréf í stað þess að greiða út arð til að forðast athygli frá almenningi en nefnt var að almenningur væri stundum með annarlegar skoðanir á arðgreiðslum.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf stjórnenda til arðgreiðslna.pdf480,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna