is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41657

Titill: 
  • Anabólískir- andrógenískir sterar: Líffræðileg og sálræn áhrif í kjölfar notkunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Anabólískir - andrógenískir sterar (AAS) samanstanda af testósteróni og fjölmörgum tilbúnum afleiðum þess. AAS búa yfir vefaukandi og karlkynsörvandi áhrifum en vefaukandi áhrifin eru þau áhrif sem neytendur sækjast í. Flestir sem misnota AAS eru að gera það til þess að bæta líkamlegt útlit og eru AAS algengastir í vaxtarrækt og almennri líkamsrækt. Tíðni hefur aukist í gegnum árin og eru flestir notendur karlkyns. Mismunandi leiðir eru til að innbyrða AAS en algengustu aðferðirnar eru lotubundin aðferð, stigvaxandi aðferð og stöflun. Meginmarkmið í ritgerðinni er að fjalla um lífeðlisfræði AAS, tíðni og algengi og að lokum er farið ítarlega í líffræðileg- og sálfræðileg áhrif í kjölfar notkunar. Ljóst er að aukaverkanir eru miklar. Misnotkun AAS getur haft margvísleg áhrif á m.a. hjarta- og æðakerfið, húðina og stoðkerfið, æxlunarfærin, taugakerfið, lifrina og nýrun. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl AAS við ýmsa geðkvilla m.a. kvíðaraskanir, þunglyndi, átraskanir og sjálfsvíg. Það er hægt að álykta að notendur AAS horfi framhjá þekktum aukaverkunum AAS, kynni sér þær ekki, telja að þær eigi ekki við sig eða sé hreinlega sama þar sem tíðni heldur áfram að aukast.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
4F1D57C9-DF22-4E35-BCB4-DEE1A01B09D4.jpeg156.34 kBLokaðurYfirlýsingJPG
BS-ritgerð-halldoraogelma.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna