is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41659

Titill: 
  • Áhrif aukinnar alþjóðavæðingar á samkeppnishæfni íslenskra fataverslana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tækniframfarir hafa leitt til þess að alþjóðavæðing fyrirtækja hefur aukist og orðið greiðari. Auk þess að hafa umtalsverð áhrif á íslenskar verslanir. Í ritgerðinni verður m.a. fjalllað um áhrif þessa á samkeppnishæfni íslenskra fataverslana. Neytendur eru meðvitaðir um hagstæðara og betra vöruúrval erlendis og reyna sífellt að hámarka notagildi sitt með hjálp ítarlegri upplýsingaöflun um verð, eiginleika vöru og fleira. Þetta hefur gert íslenskum fataverslunum erfitt fyrir þegar kemur að verðlagningu og skaðar samkeppnishæfni verslana sem ekki bjóða uppá að kaupa á netinu. Að mörgu þarf að huga þegar keppt er við við erlenda risa á borð við ASOS og Boozt.com. Markaðurinn hér er ekki heillandi þegar litið er á stærðarhagkvæmni erlendu aðilana og það getur reynst erfitt fyrir litlar og meðalstórar fataverslanir að keppa við þá ef þær hafa ekkki áunnið sér sérstöðu.
    Viðtöl voru tekin við fimm sérfræðinga og spurningakönnun lögð fyrir almenning; alls bárust okkur 257 nothæf svör. Niðurstöður leiddu í ljós að aldur, kyn og hvort barn er á heimilinu hefur töluverð áhrif á hlutfall fatakaupa í erlendum netverslunum í samanburði við innlenda verslun. Margt ýtir undir kaupáform þátttakenda að kaupa fatnað hjá erlendum netverslunum. Þar má nefna verð, vöruúrval, vefsíðuhönnun, afhendingarmáta og orðspor seljanda. Niðurstöður úr viðtölum sýndu að íslenskar verslanir geta verið samkeppnishæfar gagnvart þeim erlendu ef brugðist er rétt við; að sköpuð sé sérstaða og upplifun neytenda og tryggð neytenda við verslunina sé viðhaldið. Þá er því varpað fram að íslenskar fataverslanir séu ekki samkeppnishæfar erlendum netverslunum á sama markaði og að lokum lögð fram ráð til fyrirtækja hvernig þau geti betur tryggt samkeppnishæfni sína.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc_ErnirThrostur.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna