Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4166
Ritgerðin fjallar um ferli stefnumótunar, framkvæmd stefnu og áhrif hennar hjá sveitarfélagi sem nýlega fór í gegnum gagngera stefnumótunarvinnu.
Ritgerðin byggist á fyrirliggjandi gögnum og eigindlegri rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við ráðgjafa, bæjarstjóra og níu stjórnendur sveitarfélagsins.
Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á ólík hugtök, verkfæri og ferli stefnumótunar og rannsaka hvernig stjórnendur upplifðu stefnumótunarvinnunna. Einnig verður skoðað hvernig framkvæmd stefnunnar hefur farið fram og hvaða ávinning sú vinna hefur haft í för með sér fyrir sveitarfélagið.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að mikil þörf var hjá sveitarfélaginu að fara í stefnumótunarvinnu. Ferlið gekk vel fyrir sig og viðmælendur voru á heildina litið mjög ánægðir með niðurstöðurnar. Innleiðingarferlið stendur enn yfir og margt hefur áunnist með því. Framkvæmd stefnu er erfiðari viðureignar þar sem lítið eru til um ferla og leiðir til að fylgja framkvæmdinni eftir. Það veldur því að framkvæmd stefnu getur reynst stofnunum flókin og líkur á mistökum eru til staðar. Stjórnendur þurfa að huga sérstaklega vel að því að boðleiðir séu í lagi og að hafa eftirlit með og yfirsýn yfir framkvæmd stefnunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_stjornun_stefnumotun_Johanna_Vernhardsdottir_fixed.pdf | 620,68 kB | Lokaður | Heildartexti |