is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41662

Titill: 
  • Kröfur á vinnumarkaði í kjölfar þróunar samfélags : hvernig á að laða að hæfileikaríkt starfsfólk og viðhalda hollustu þeirra í nútímasamfélagi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hverjar kröfur fólks á vinnumarkaði séu í kjölfar breyttra aðstæðna og þróunar samfélagsins. Leitast var eftir svörum við rannsóknarspurningunni: Hvernig á að laða að hæfileikaríkt starfsfólk og viðhalda hollustu þeirra í nútímasamfélagi? Rannsókn þessi var gerð í samstarfi við starfsfólk og stjórnanda í íslenskum banka. Tilviksrannsókn (e. case study) var framkvæmd, þar sem viðtöl voru einungis tekin við starfsfólk hjá einu fyrirtæki. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að orð annarra, orðspor fyrirtækis og tengslanet skipta miklu máli fyrir fólk í atvinnuleit. Menntun, hæfni og persónulegir eiginleikar skipta stjórnendur máli þegar leitast er eftir hæfum umsækjendum. Þó voru persónuleg gildi og stefna fyrirtækis ekki jafn mikilvæg samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar og fræðin og fyrri rannsóknir gáfu til kynna. Niðurstöður sýna einnig að aukin fríðindi, gott vinnuumhverfi, sveigjanleiki og þróun í starfi skipta sköpum þegar kemur að því að halda í gott starfsfólk, sem styður við fyrri fræði um svipuð viðfangsefni.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð-Kröfur_á_vinnumarkaði.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna