Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41663
Þessi rannsókn fjallar um frumútboð og þróun á tíðni og eðli þeirra eftir fall bankanna. Samanburður er gerður við þróun frumútboða í Norðurlöndunum og einnig er stuttlega farið yfir markaðinn í Bretlandi. Framkvæmt var eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala við sérfræðinga í fyrirtækjaráðgjöf bankanna. Safnað var gögnum úr Kauphöll Íslands en einnig voru skoðuð gögn frá Kauphöllum Norðurlandanna og þær bornar saman. Niðurstöður gáfu til kynna að þróun frumútboða á Íslandi má bera saman við þróun frumútboða í Danmörku og Finnlandi en Svíþjóð stóð áberandi út úr. Markaður Svíþjóðar er kominn langt á undan hinum nágrannaríkjum sínum þegar kemur að fjölda útboða og hafa sú lönd tekið Svíþjóð til fyrirmyndar. Kauphöll Íslands gaf út fjögur markmið árið 2018 til að bæta umgjörð markaðarins og má sjá árangur markaðarins við innleiðingu þess. Rýnt var í fjögur útboð sem hafa átt sér stað eftir hrun og áttu þau öll sameiginlegt að hafa umframeftirspurn og þátttaka almennings var áberandi. Athyglisvert var að skoða frumútboðspoppið sem átti sér stað á fyrsta viðskiptadegi útboðanna. Að lokum var skoðuð þróun þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði hér á landi og má með sönnu segja að afleiðingar hrunsins fari minnkandi ásamt því að traust og fræðsla almennings fari vaxandi.
Lykilorð: hlutabréfamarkaður, frumútboð, Ísland, Norðurlönd, þátttaka, frumútboðspopp
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc-ritgerð-Hulda-og-Ísabella.pdf | 873,3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |