Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41667
Vinsældir rafmynta hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og velta margir fyrir sér hvort að rafmyntir séu gjaldmiðill framtíðarinnar. Verð á rafmyntum er hins vegar afar sveiflukennt en gengi rafmynta getur sveiflast um tugi prósenta á einum degi. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast þekkingu á þeim áhrifum sem samfélagsmiðlar geta haft á verðlagningu rafmynta og þá sérstaklega hvort að samfélagsmiðlar veiti ungu fólki yfirburði á rafmyntamörkuðum. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar eigindleg rannsókn og hins vegar megindleg rannsókn. Eigindlega rannsóknin fór fram í formi viðtals við Patrek Maron Magnússon, framkvæmdastjóra og stjórnarmann Myntkaupa og megindlega rannsóknin var í formi spurningakönnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notkun á ákveðnum samfélagsmiðlum veiti yngri kynslóðum að einhverju leyti forskot þegar kemur að því að fjárfesta í rafmyntum. Reddit stóð upp úr sem einn þeirra samfélagsmiðla en miðillinn virðist leiða ungt fólk í átt að hagstæðum fjárfestingum í rafmyntum. Forskotið sem að þessir ákveðnu samfélagsmiðlar veita koma til vegna aukins skilnings á markaðnum sem að notendur afla sér á miðlinum. Þessi rannsókn leggur grundvöll fyrir frekari rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á fjárfestingar ungs fólks í rafmyntum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc-Emilia-Tiana.pdf | 2.83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |