Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41668
Valkostir neytenda á orkumarkaði á Íslandi eru hvorki margir né flóknir en samt dreyfist verðlagning þeirra mikið. Orkumarkaðurinn á Íslandi samanstendur helst af eldsneytismarkaði og raforkumarkaði. Þær vörur sem eru á þessum mörkuðum eru að mestu leyti staðkvæmdarvörur og því gengur það gegn hinum hefðbundna haghyggjumanni að velja ekki þann kost sem er ódýrastur. Rannsakað er hvort neytendur styðjist við aðra þætti en verð í vali á staðkvæmdarvörum á íslenskum orkumarkaði og hvort það sé breytilegt eftir kyni, aldri og menntun. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð með spurningakönnun sem talin var besti kosturinn. Könnunin var send var út á netinu til að safna upplýsingum og þátttakendur voru yfir 500 talsins. Rannsókn þessi leiðir það í ljós að nokkrir þættir valda því að neytendur velja ekki hagstæðasta kostinn og má þar helst nefna erfiðleika fólks með prósentureikning, vilja fólks til að fá jafnháa reikninga hver mánaðarmót, aðgreinandi eiginleikar í uppruna vöru ásamt millivegs áhrifa.
Lykilorð: Raforkumarkaður, eldsneytismarkaður, staðkvæmdarvörur, skynsöm hegðun, millivegs áhrif, aðgreinandi eiginleikar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eysteinn&Sindri_BSc ritgerð.pdf | 2,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |