is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41670

Titill: 
  • Greining markaðsherferðar Hyundai : auglýsingaherferð BL
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðar er að varpa ljósi á hvernig viðskiptavinir bregðast við markaðsherferðum bílaumboðsins BL. Ritgerðin einblínir á þá þætti sem markaðssetning hjá bílaumboðum einkennist af, til að ná árangri á markaði. Margar tegundir aðferða og þátta í markaðssetningu er hægt að tengja við árangur af markaðsstörfum, en vert er að ganga út frá þeim sem eiga mest við fyrir bæði Hyundai á Íslandi og BL. Ritgerðin leggur megináherslu á að greina muninn á samspili viðskiptavina við Hyundai milli tveggja mismunandi mánaða, janúar 2022 og apríl 2021. Í janúar 2022 var markaðsherferð hjá BL, en ekki í apríl 2021. Samanburðurinn á þessum tveimur mánuðum endurspeglaði hver hinn raunverulegi árangur markaðsherferðar Hyundai og BL hafi verið. Markaðsherferð Hyundai sýndi að veruleg aukning netumferðar átti sér stað inn á heimasíðu Hyundai og sölutölur fóru einnig vaxandi. Heimsóknir í sal Hyundai í Kauptúni urðu töluvert færri í janúar 2022 miðað við í apríl 2021. Hægt var að greina nærri sjöfalda aukningu í netumferðinni hjá viðskiptavinum, sem sýndi að markaðsherferð BL skilaði þeim árangri sem henni var ætlað að gera eða auka heimsóknir á heimasíðu Hyundai og ýta fólki af stað í bílahugleiðingar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining markaðsherferðar Hyundai - Auglýsingaherferð BL Lokaskil.pdf1.49 MBLokaður til...13.06.2024HeildartextiPDF
Beiðni um lokun á lokaverkefni, Gísli & Hákon.pdf373.96 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna