Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41676
Vitundarvakning hefur átt sér stað á síðustu árum um mikilvægi þess að fyrirtæki leggi áherslu á sjálfbærnistefnu. Umræðan um sjálfbærni hefur aldrei verið háværari en undanfarin ár, sérstaklega vegna möguleika hennar til að hafa áhrif á viðhorf og kauphegðun neytenda. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna áhrif sjálfbærnistefnu fyrirtækja í fataiðnaði á val neytenda á vörumerki. Megindleg rannsókn í formi vefkönnunar var framkvæmd og hún birt á samfélagsmiðlinum Facebook, í heildina voru 300 manns sem tóku þátt í vefkönnuninni. Einföld lýsandi tölfræði og „kí-kvaðrat” tölfræðipróf voru framkvæmd. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrif sjálfbærnistefnu hefur ennþá ekki nægileg áhrif á val neytenda á vörumerki. Það getur verið meðal annars vegna þekkingarleysis neytenda á sjálfbærni. Þá leiddu niðurstöður ennfremur í ljós að þrátt fyrir þekkingarleysi neytenda er þekking þeirra að aukast með hverju árinu sem líður og mun hún vonandi koma til með að hafa áhrif á val neytenda á vörumerki í náinni framtíð.
Lykilorð: sjálfbærni, sjálfbær þróun, fataiðnaður, hringlaga hagkerfi, gagnsæi, hagsmunaaðilar, neytendahegðun
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc Ritgerð - Katrin og Johanna.pdf | 1.85 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |